Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Page 69
Apríl 15. Maður suður við Skerjafjörð tvífótbrotnaði
á báðum fótum.
— 17. Fórst vélbátur, Atli, með 7 manns, í afskaplegu
brimi á Stokkseyrarsundi. Formaðurinn hét Bjarni
Sturlaugsson og var frá Starkaðarhúsum, um þrítugt.
— Druknaði maður í Alftaveri.
— 18. Fórst í ofsaroki fiskibátur frá Hafnarfirði, með
3 mönnum. Formaðurinn hét Eirikur Jónsson og
var frá Sjónarhóli, gamall maður.
Maí 1. Strandaöi strandferðaskipið e/s. Sterling við
Brimnes. Var á leið inn Seyðisfjörð, en svartaþoka
skall á, og harður straumur bar skipið út af réttri
leið. Mannbjörg varð, en lítið bjargaðist af vörum.
(Sterling var 1082 brúttó-smálestir en 714 nettó-
smálestir. Var smíðuð í Lundúnum, árið 1890).
— 10. Fór unglingspiltur frá Reykhúsum á fuglaveið-
ar. Kom ekki heim um kvöldið, en morguninn eftir
, fanst hann skolinn í gegnum höfuðið. Ókunnugt
er hvernig slysið bar að.
— 13. Strandaði á Hellissandi, í aftaka-norðanveðri,
sem gekk þá og daginn eftir um Vestur- og Norð-
urland, fiskiskipið Eliza, frá Þingeyri. Mannbjörg
varð, en skipið brotnaði í spón. — í þessu veðri
misti vélbátur, Tryggvi, frá ísafirði út einn mann. —
Pá fórust: Vélbátur, Hvessingur frá Hnífsdal, með 9
mönnum; formaðurinn hét Friðrik .1. Tómasson;
vélbátur, Samson, frá Siglufirði, með 7 mönnum; for-
maðurinn hét Oddur Jóhannsson og var frá Siglu-
nesi; vélskip, Aldan, frá Akureyri, með 15 mönn-
um; skipstjórinn hét Vésteinn Kiistjánsson og var
frá Fratnnesi í Grýtubakkahreppi; þilskip, Mari-
anna, frá Akureyri, með 12 mönnum; skipstjórinn
hét Jóhann Jónsson og var frá Sjrðsta-Mói i
Fljótum.
— 16. Strandaði við Mýratanga í V.-Skfs. norskt eim-
skip, Agnes, á leið til Rvíkur, hlaðið sementi. Skips-
höfnin fór strax úr skipinu og komst í botnvörpung,
(67)