Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Side 70
sem flutti hana til Vestmanuaeyja, en skipið var
síðar hirt af þýzkum botnvörpungi og flutt af hon-
um til Hamborgar, og hafði farmurinn verið næst-
um óskemdur.
Mai 30., aðfaranóttina, kom upp eldur í bílskúr í Rvík,
og eyðilagði 4 bila sem í honum voru. Paðan
læsti eldurinn sig i næsta hús, íbúðar- og verzl-
unarhús Metúsalems kaupmanns Jóhannssonar.
Pað er steinhús; kviknaði þar í gluggaumbúuað-
inum og barst svo eldurinn inn i húsið, en það
tókst að kæfa hann þar, svo að timburhús norð-
an við það, skemdist að eins lítið, en steinhúsið
brann mjög að innan og alt skemdist í því. Eitt-
livað af benzini hafði verið i bílskúrnum.
í þ. m. varð geðveik kona úti skamt fyrir neðan
Kolviðarhól. Var frá Torfabæ í Selvogi. — Lenti
vélstjóri á vélbáti, á leið til Borgarness, með ann-
an fótinn í vélinni og brotnaði fóturinn upp
að hné.
Júní. í þ. m. druknaði 4 ára drengur við bryggju á
Siglufirði.
Urn mánaðarmótin brann til kaldra kola baðstof-
an á Hamri í Svarfaðardal. Ollu varð bjargað úr
henni.
Júlí 2. Druknaði í Ölfusá Tómas Stefánsson skrif-
stofustjóri Landssímans, f. 29/s 1896. Hann var að
læsa sig eftir vírstreng, er liggur af bakkanum
upp á brúna, og féll af strengnura í ána.
— 7. Hrundi steinveggur í Melshúsum á Seltjarnarnesi
ofan á Vilhjálm Ingvarsson verkstjóra og beið hann
bana af, f. 18/i« 1866.
— 17. Strandaði í þoku Djúpbáturinn Bragi frá ísa-
firði, við Arnarnes við Skutulsfjörð, en hann náð-
ist út daginn eftir.
— 28. Strandaði enskur botnvörpungur austur á
söndum, fyrir austan Jökulsá. Hann náðist út
síðar.
(68)