Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Síða 84
þeir er sugu lýð og land,
líkir Niflheims eiturgand1).
Eigi er kyn, að okkar þjóð
úr sé hrakið líf og blóð,
soginn mergur, sál og fjör,
sem við hjarta nísti dör;
óstjórnar því ósköþ forn
er vor svarta hefndarnorn
höggormssviþa hörð og sár,
hún út kreistir blóðug tár.
Pessa neytti þrælalið,
þá innfærði nýjan sið,
guðsorð bar fyrir skálkaskjól,
skímu sannleiks ágirnd fól.
Danskir þrælar þöktu land,
þjóðareignum veittu grand;
þótt ræntu konur, kirkjur, börn,
kvoma5) eins var soltin görn.
Argir böðlar Baunverjar,
sem bölvi himinn, jörð og mar,
fjötur þræla færðu oss í;
frelsisvana hnigum þvi.
En með frelsi allt burt dó,
eiturdreka hremmt af kló,
sárri höggorms svæft af tönn,
svo lá allt í dauðahrönn
drekalykkju dróma i,
dauft sló hjarta brjósti i;
eitri dönsku deyfður af
dauðvona þá hver einn svaf.
í kauþmannsliki komu þá
kvikindi þeim dönsku frá,
»Níðhögg«, hdr. 2) P. e. livoraa.
(82)