Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Page 85
er dauðvona okkar þjóð
út úr sugu merg og blóð.
Þær blóðsugur baunverskar,
böðulsþræla húsgangar,
afhrak svart úr svikaþjóð,
sogið hafa vort hjartablóð.
Slíkar lafa á oss enn
eiturkindur, viti menn,
fyrirlíta fólk og land,
flétta sama okurband;
allrar þjóðar örlög þung
eru veðsett þeirra pung.
Skömm er f^'rir land og lýð
lengur hýsa þvílík níð.
Skuldadagurinn eftir er,
allir þessa neytum vér;
borgum kauðum, bezt hver má,
belgi rauða fyrir grá;
óstjórn, hroki, ofurdramb,
aurapúka þjóst og ramb,
allt um síðir enda fær,
ofan í djöfuls hrökkur klær.
Eg veit, Danir ætla hér
allt vort ráð í hendi sér;
heimska kisu hefir oft
heitur grautur brennt á hvoft.
Danagrey, sem droltna hér,
dæmi hunda taki sér,
þeim ef manna þýðast sið
þykir miður eiga við.
Lítill sigur unninn er,
ekki er vert, þeir hrósi sér;
tanna neyta títt eg sá
tík þá, sem að undir lá.
(83)