Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Qupperneq 92
ur mikill, en ekki pókli mikió koma til bans í prest-
skapnum. Hann fór til skreiðarkaupa suður á land,
eins og tiðkaðist á peim árum, er fiskilausl var
nyrðra. Einu sinni fór hann suður, og var pá með
honum i för meðal annarra manna Porlákur bóndi á
Pórðarstöðum, Iagvirkur maður og smiður á flest.
Á leiðinni bilaði reiðingur prests á einum fiski-
hestanna. Presti varð bilt við og sagði pá: »Guð
hjálpi mér! En til hvers er pað; pað má biðja Por-
lák.«
Síra Sigurður pókti nokkuð svinnur og aðsjáll í
kaupum og sölum, en auðmaður var hann mikill.
Indriði hét maður Jónsson og bjó í Leifshusum; hann
var hagmæltur og kerskinn nokkuð. Hann orkti vísu
pessa um síra Sigurð, og er til pess vikið i vísunni,
að síra Sigurður var skrækróma:
Á Hálsi situr háskrækur,
hreyfir ennisbrúski,
síra nefndur Sigurður,
sviðingur og húski.
Prestur frétti visuna og komst að pvi, hver væri
höfundur hennar. Næst pegar peir hittust, prestur og
Indriði, spurði prestur hann, hvort hann kannaðist
við að hafa orkt vísuna. Indriði kvaðst að vísu orkt
hafa vísu um prest, en sú væri svo:
Á Hálsi situr hálærður
hirðir drottins sauða
síra nefndur Sigurður,
sálum forðar dauða. (Lbs. 837, 8vo.)
6. Sira Páll Jánsson á Völlum í Svarfaðardal spurði
eilt sinn dreng í kirkju meðal annars á pessa leið:
»Hver var pað, sem sveik Krist?« Strákur vissi pað
ekki, og sagði prestur honum pá, að hann hafi heitið
Júdas og verið lærisveinn hans. Pá mælti strákur:
»Nei, pað veit eg, að pessu lýgurðu«. (Lbs. 837, 8vo.)
7. Sira Hjálmar Guðmundsson siðast prestur á Kol-
freyjustað, faðir Gísla læknis, var gáfumaður, en und-
(90)