Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Page 96
tilrætt um vemd guðs og varðveizlu liðna árið, Pá
sagði Jón: »Ekki trúi eg, að eg hafi nokkuð guði fyrir
að þakka þetta ár, Eða ætti eg að þakka honum það,
að hann drap fyrir mér þrjár ærnar, kálfinn og hann
Gogga litla [dreng, sem Guðiaugur hét]. Allt saman
gat eg etið það samt, lasm.« Pað var orðtak hans.
Einu sinni fór Jón þessi að sækja yfirsetukonu, en
gleymdi erindinu, þegar til kom. Var honum boðið
inn af yfirsetukonunni og hann spurður frétta, en
hann kvaöst engar kunna. Siðart var borinn fyrir
hann spónamatur i aski, og meðan hann mataðist,
spurði yfirsetukonan hann: »Hvernig líður annars
konunni þinni núna, Jón minn; er hún frísk enn þá?«
Pá rankaði Jón við sér og mælti: »Já, það er satt;
eg er kominn til að vitja þin; Helga mín er lögzt.«
Pá sagði yfirsetukonan: »Pá held eg, að ekki tjói að
tefja lengur « Jón svaraði: »0, ekki liggur á, lasm;
það yddi bara á kollinn, þegar eg fór að heiman.«
Eitt sinn fór Jón á þing og hafði vaðmál í gjald-
eyri, Sýslumaður spurði, hve margar álnir það væru.
Jón sagði það vera 4 álnir og 4 kvartel. »Fimm álnir
þá,« sagði sýslumaður. »0-nei, lasm,« sagði Jón;
»það eru 4 álnir og 4 kvartel, eins og eg sagði.«
Sýslumaður byrstist þá og mælti: »Nú, eru það ekki
5 álnii?« Pá sljákkaði ögn í Jóni og svaraði hann:
»Helga min veit það allt saman heima hjá sér, lasm.«
Jón var eitt sinn spurður um fæðingarstað sinn; þá
sagði hann: »Eg er getinn, fæddur, skirður og fermd-
ur fyrir innan kórstaf i Svalbarðskirkju, lasm. Hún
er eins og fattyxna kýr í laginu, lasm.« (Lbs. 837,8vo.)
11. Krákur gamli í Hraungerði, faðir þeirra Kráks-
sona, kom eitt sinn að Finnastöðum til sira Jóns
prests hins yngsta í Grundarþingum (d. 1860), erþar
bjó þá og átti danska konu. Spurði þá prestskonan
Krák: »Hvorledes har din Kone det nu? Er hun rask?«
Krákur svaraði: »0, minnizt þér ekki á hana, ljand-
ann þann arna; hún hefir legið niðri í níu vikur og
(92)