Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Síða 105
greip óstöövandi löngun til þessa, svo aö eg réð mér
ekki lengur, en labbaði iieim í konungsgarð og barði
þar að dyrum, og kom stúlka til dyranna. Eg heils-
aði henni og spurði, hvort kongur væri heima, en
hún kvað nei við pvi og væri hann niðri á engi við
slátt. Kvaddi eg hana pá og labbaði niöur á engi til
kongs. Fann eg konung par og heilsaði honum, og
tók hann vel kveðju miuni. Varð mér pá litið á
sláttuverkfæri hans, og varð eg öldungis hissa, pví að
hann sló með kolryðguðum spíkargarmi. Siðan fór
eg að tala við hann, og barst talið að smiðum. Sagði
eg honum, að eg væri járnsraiður og gerði við ljái
og annað fleira, og bauð honum að smiða handa
honum Ijá, og pað betra ljá en mérsýndist, að hann
hefði. Tók hann pvi með pökkum, pvi að Ijárinn
sinn biti hálfilla og væri stamur i grasinu. Stakk
kongur pá orfinu niður og bauð méi að koma heim
með sér, pvi að hann vildi láta hita handa mér
kaflidropa, en eg pakkaði fyrir, og gengum við heim.
. Bauð jhann mér síðan inn með sér, en eg pakkaði
fyrir og bað hann leyfis að fá að fara i smiðju og
smíöa ljáinn pá pegar, og visaöi hann mér pá á
smiðjuna og fekk mér efni í ljáinn. Siðan kveikti
eg upp eld og fór að smiða, og stóð pað heima,
að verið var að hella i bollann handa mér, pegar
eg kom heim með ljáinn. Konungi leizt vel á
verkfærið, pví að fjárinn var spegilfagur. Siðan
veik hann jsér burtu í herbergi afsiðis, en kom
að vörmu spori aftur með stóra heiðursmedalíu
úr gulli, hengdi á brjóst mér og sagði, að eg skyldi
hafa petta fyrir handarvikið. Fað sem eftir var
dagsins vorum við siðan á gangi ianan um alls
konar ilmandi aldingarða. En er kvöld var komiö,
tók konungur mig við hönd sér og leiddi mig inn i
svefnherbergi peirra hjóna; hugði eg, að hann vildi
sýna mér pað, en ekki, að eg yrði látinn sofa par,
eins og raun varð á, og hefi eg aldrei séð annað eins
(95)