Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Page 128
hvort honum beföi þókt gaman að leikritinu. »Ja, eg
veit ekki; leikararnir 'voru allt af að tala um sjálfa
sig og einkamál sin, svo að eg skammaðist min íyrir
að liggja á hteri.«
Frúin: Stína, hefi eg ekki stranglega bannað þér að
hafa kærastann þinn hjá þér í eldhúsinu á kvöldin?«
Slina: Kærastann rninn?! Nei, guð komi til, það
er ekki kærastinn minn — — t*að er föðurbróðir
minn!
Vinnukonan: Lækniriun er kominn og óskar að tala
við frúna.
Frúin: Læknirinn! Pað var verri sagan, eg get ekki
talað við hann núna; farðu og afsakaðu mig og
segðu, að eg jgeti ekki talað við hann, af þvi að eg
sé veik.
A (mætir kunninga sínum á götu, sem stöðvar
hann): Blessaður, tefðu mig ekki; eg er á leið heim
til konunnar minnar með skraut og útflúr; eg verð
að flýta mér áður en tizkan breytist aftur.«
í spilahúsi einu sátu tveir menn við borð og voru
að spila. Áhorfandi Iaut að öðrum og sagði: »Eg ætla
bara að segja yður, að meðspilarinn yðar hefir rangt
við.« Hinn svaraði: »Pað gerir ekkert til; hann fær
ekki nema falsaða peninga.«
Gestur (á drykkjustofu við tólfta staupið): Skritið
er þetta; nú gæti eg ekki, þó að eg ætti lifið að leysa,
sagt, hvort eg ætti 14 konur og 3 börn eða 3 börn
með 14 konum — en annaðhvort á eg.
Geslur (á matsölustað): Heyrið þér, gestgjafi; viljið
þér sjá, hvað eg finn í súpunni minni, ekki nema
gamla horngreiðu!
(108)