Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1924, Side 137
Sakborningurínn: Herra dóraari! Schiller heíir allt
afverið mitt uppáhaldsskáld, hefir allt af glætt huga
minn til þess, sem gott er og fagurt.
Borgarstjórinn: Já, herrar mínir, fyrst enginn af
oss hefir nokkurt vit á þessu, þá verðum vér að ráða
því til lykta allir i féiagi.
— »0g raeð aðrar eins skuldir á bakinu umgang-
izt þér svona fint fólk ?«
— »Hvar ætti eg annars að finna mína líka?«
»P*ú þarft svei-mér ekki að kvarta undan þessum
nýju samgöngutækjum,« sagði örn við rottu; hann
hafði rekizt á flugvé! og misst við það fáeinar fjaðrir.
»Heldur illa skjátlast þér þar,« svaraði rottan;
»siðan járnbrautirnar komu neðan jarðar, sef eg ekki
nokkurn dúr.«
Preslurinn: Láttu þér nú segjast, Kristján, og varp-
aðu öllum áhyggjum fyrir borð.
Kristján: Já, það er hægra sagt en gert, sira Jón;
og þá þarf eg nú líka að fá mér skip.
Vinnukonan: Er það hér, sem vantar vinnukonu?
Húsbóndinn: Trúlega; konuna mína vantar allt af
vinnukonu.
Á grimuleik. — A: Hvers vegna fer risinn þarna
allt í einu að titra og skjálfa?
B: Dvergurinn, sem er á lciðinni til hans, er kon-
an hans.
Frúin: Anna, getur það verið; mér fannst eg heyra
rödd mannsins míns.«
Vinnukonan: Nei, það var bara marrið i hurðinni.
(111)