Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2003, Síða 5

Freyr - 01.04.2003, Síða 5
Ólöf og Jóhannes með börn sín Sveinbjörn og Svanborgu. umst þar bæði með M.Sc.-próf. Ég er svo reyndar í doktorsnámi þar í fóðurfræði og ætla helst að fara að ljúka því fljótlega án þess að það sé alveg tímasett. Þú ert svo með stöðu á RALA. Jóhannes: Já, ég er þar í 70% starfi og stundum meira, á fóður- sviði. Olöf Björg: Ég hef nóg að gera við búskapinn og börnin. Búskapurimtl Jóhannes: Við fluttum heim til ís- lands sumarið 1998 og svo hingað að Heiðarbæ um áramótin 1998/1999, og tókum þá formlega við búskapnum af foreldrum mín- um, þ.e. við keyptum búið af þeim en þau búa hér þó áffam og eru með lítið kjúklingabú og ala upp slát- urkjúklinga. Það varbyggt 1997 og hugsað sem hluti af ættliðaskiptun- um. Þetta hefúr verið ágætt þangað til nú síðasta misserið að afkoman af því hefúr hrunið vegna þess und- arlega ástands sem nú er í þeirri bú- grein. Síðan stundar faðir minn veiði í Þingvallavatni af miklu kappi, en þónokkur veiðiréttindi til- heyra jörðinni. Veiðin hefúr verið góð aukabúgrein í gegnum tíðina og var fyrr á öldum eflaust ein megin forsenda fyrir að margar jarðir við Þingvallavatn héldust í byggð.. Fjárbúið? Við erum núna með liðlega 600 fjár vetrarfóðrað, 460 ær, 135 gemlinga og rúmlega 20 hrúta. Greiðslumarkið er tæplega 400 ærgildi. Hvar gengur féð í sumarhög- um? Aðallega á Mosfellsheiði. Við sleppum því út af túninu um 10.- 20. júní og það fer þá upp á heið- ina, í áttina til Grafnings og Hengils og Mosfellssveitar og í minna mæli norður um til Botns- súlna og Ármannsfells. Fé okkar gengur saman með fé af bæjum hér í Þingvallasveit sem eru ann- ars vegar Heiðarbær II og Brúsa- staðir og svo í hina áttina Fells- endi og Stíflisdalur. Svo Grafn- ingsmegin eru nokkrir bæir með fé og eins bæir í Mosfellsdal. Hvernig er göngum háttað hjá ykkur? Það fara í þetta fjórir dagar í hvorri leit en þær eru tvær. Hins vegar er alla daga komið heim að kveldi. Hvað þurfið þið mikið lið i þetta? Við hér á bænum erum oft með 6-8 smala með okkur og það er nokkuð á annan tug manna í hverri smalamennsku. Nú hefur fœkkað mikið fé hér vestan við, leitarféð ekki meira í þá átt? Steinunn Guðmundsdóttir og Sveinbjörn Jóhannesson á Heiðarbæ I. I Freyr 3/2003 - 5 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.