Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2003, Page 12

Freyr - 01.04.2003, Page 12
Lífræn sauðfjárrækt - leið til nýsköpunar Inngangur í grein minni “íslensk sauðQár- rækt í ljósi sjálfbærrar þróunar’’ sem birtist í Frey á liðnu ári (1) benti ég á að íslensk sauðfjárrækt væri gott dæmi um búgrein sem hefði orðið fómarlamb ósjálfbærr- ar þróunar í búvöruframleiðslu. Þetta hefur komið enn betur í ljós með vaxandi samkeppni við verk- smiðjubúskap, samfara óraun- hæfri verðlagningu kjöts, svo sem m.a. var fjallað um á Búnaðar- þingi 2003. Sams konar þróun er vel þekkt víða erlendis og ekki bætir úr skák að Alþjóðavið- skiptastofnunin (WTO) kyndir undir samþjöppun og verksmiðju- væðingu landbúnaðar og þar með hrörnun hefðbundins sveitabú- skapar, enda hefur hún óheftan markaðsbúskap og alþjóðavæð- ingu að leiðarljósi. Þar sem það er hinn lífræni geiri landbúnaðar sem er helsta mótvægið gegn þessari þróun, og í ljósi þess að markaður fyrir lífrænt vottaðar vömr fer ört vaxandi, tel ég tíma- bært að minna enn á möguleika lífrænnar sauðfjárræktar. Lög og reglur Lífræn ræktun, og allur sá bú- skapur sem byggist á henni, hvíl- ir á alþjóðlegum grundvelli. Grunnreglur IFOAM, Alþjóða- samtaka lífrænna landbúnaðar- hreyftnga, mynda grundvöllinn og eru þær í stöðugri endurskoð- un. Löggjöf ýmissa landa tekur Evrópusambandshópur IFOAM að funda í Grikklandi I lok mars 2003. Þar er m.a. fjallað um reglur um lífrænan búskap og nýlega hefur aðgerðaáætl- un ESB um lífrænt vottuð matvæli og landbúnað verið þar til umræðu. For- maður nefndarinnar, Francis Blake frá Bretlandi, við borðsendann undir veggtöflunni. íslenski fulltrúinn í nefndinni er höfundur þessarar greinar. (Ljósm. Ó.R.D.) eftir Ólaf Dýrmundsson, landsráðunaut Bí í lífrænum búskap mið að þeim og á liðnum áratug tók gildi víðtæk löggjöf um líf- ræna landbúnaðarframleiðslu í Evrópusambandinu. Hér á landi vom sett lög um þessi efni í árs- lok 1994 og ítarleg reglugerð snemma árs 1995. Þeim lögum var breytt 2001 (2) og reglugerð- in vék fyrir reglum Evrópusam- bandsins 2002 (3) vegna aðildar Islands að Evrópska efnahags- svæðinu. Vottunarstoíha Tún ehf., sem starfað hefur síðan 1994, er eini vottunaraðilinn hérlendis og vinnur hún eftir eigin reglum sem em einnig mjög ítarlegar og í stöðugri endurskoðun. Þær til- greina lágmarkskröfur til lífrænna búskaparhátta og eru innan ramma IFOAM og ESB regln- anna. I raun er hér um að ræða al- þjóðlegt gæðastýringarkerfi sem er markaðstengt með viðurkennd- um vörumerkingum þannig að sem mest traust ríki á milli bænda og neytenda. Umhverfistengingin er mjög sterk og sérstakt tillit er auk þess tekið til byggðamál, bú- íjárvemdar, sanngjama viðskipta- hátta, mannréttinda og fæðuör- yggis. Lífrænn búskapur fellur því sérlega vel að sjálfbærri þró- un (1). 112 - Freyr 3/2003

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.