Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2003, Side 19

Freyr - 01.04.2003, Side 19
Lifur úr ærfóstri. Ljósir flekkir (dældir) í lifur vegna smitandi fósturláts (Campylobacteriosis). sendið þá fóstrið kælt til rann- sóknar og hildir. I þeim finnst oft orsökin þótt annað bregðist. Tak- ið ekki á fóstrum og hildum með berum höndum, notið hanska. Sýklar sem valda fósturláti eru stundum hættulegir fólki, ekki síst vanfærum konum. Látið ekki hunda eða hræfugla komast í fóst- ur eða hildir, brennið það eða graf- ið strax. Takið ffá ær sem láta fóstrum og merkið. Þær geta dreift sýklum í marga daga á eftir þótt þær veikist ekki sjálfar. Ef tjón er mikið ætti sem fyrst að hafa sam- band við dýralækni. Ætlið honum ekki að votta það löngu síðar . Búist til sauðburðar * Takið frá kindur sem þrífast ekki og gætu verið veikar. Lát- ið athuga þær sem fyrst. * Athugið hvaða ær eru geldar, hverjar með 1 fóstur, 2 fóstur o.fl. Aðgreinið í flokka, ef hagkvæmt er, skrásetjið það sem gott er að vita síðar. * Athugið júgur, spena, spenaop, framtennur, jaxla, kviðslit, skeiðarsig, klaufir o.fl. * Hafið afdrep í fjárhúsunum fyr- ir borð með handlaug og renn- andi heitt og kalt vatn. Hafið góða aðstöðu til sótthreinsunar og til að skipta um hlífðarföt. * Skipuleggið aðstöðu fyrir lamb- féð úti og inni. Yfirfarið grindur ogbúiðtilnýjar. Hafið rúmgott, bjart og hættulaust fyrir lömbin. Munið eftir sjúkrastíu. * Brynningarílát séu hættulaus fyrir lömb og staðsett hátt svo að ekki sé sparkað í þau. * Athugið læsanlegan lyijaskáp. Pantið merki, lyf og búnað til að hafa við höndina. * Búið í haginn fyrir fjárhirðinn og vaktmenn á sauðburði og gerið þeim auðvelt að sinna þrifum og sótthreinsun og jafn- vel að geta sest niður til að hvíl- ast og til að skrifa. Þá eru meiri líkur á að starfinu verði sinnt af kostgæfni eins og vert er. * Athugið skráningarkerfi fyrir sjúkdóma og lyfjagjöf vegna vistvænnar framleiðslu. Bóluefni fyrir ær - SERMI FYRIR LÖMB Bóluefni geta verið lifandi eða dauð. Stundum er smithætta af dýrum sem bólusett eru með lif- andi bóluefni. Þess vegna eru þau ekki flutt til landsins. Algengust í notkun hér á landi eru bóluefni framleidd á Keldum, gerð úr dauðum sýklum eða sýklaeitri. Innflutningur Qölvirkra bóluefna er einnig orðinn nokkur. Dautt bóluefni gefur skemmri vöm en lifandi bóluefni (vikur eða fáa mánuði) og því þarf yfirleitt að bólusetja tvisvar eða oftar með þeim. Hægt er þó að magna virkni dauðra bóluefna með sérstökum efhum. Dæmi um það er gama- veikibóluefni sem gefur ævilangt ónæmi. Á Keldum eru framleidd eftirfarandi bóluefni gegn lamba- sjúkdómum: Þrígilt bóluefni, sem gefur vöm gegn pestarsjúkdóm- unum; lambablóðsótt, flosnýma- veiki (gamapest) og bráðapest. Auk þess fæst eingilt bóluefni bæði gegn gamapest og bráða- pest. Einnig er framleitt bóluefhi gegn lungnapest sem talið er að gagnist einnig gegn lambakregðu. Bóluefni gegn stífkrampa hefur verið flutt inn. Bólusett er fjórum vikum áður en fyrstu ær eiga að bera og aftur tveimur vikum síðar. Með því móti má girða að mestu fyrir þessa sjúkdóma. Sermi gegn lambablóðsótt er sprautað í lömb- in nýfædd en gegn flosnýmaveiki em lömbin sprautuð l-2ja vikna gömul eða eldri eftir því hvenær hættan er mest. Sermi er unnið úr blóði hrossa, sem „bólusett“ hafa verið gegn þessum sjúkdómum. Hrossin mynda mótefni sem nýt- ast lömbunum. Slík mótefni end- ast þó aðeins í 10-14 daga. Burðarhjálp Ekki rjúka til að hjálpa of snem- Freyr 3/2003 - 19 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.