Freyr - 01.04.2003, Síða 37
00-202 í Sveinungsvík var notað-
ur var Bjamastaðir og þar sló
hann út alla hrútana og fékk í
samanburðinum þar 134 í heilda-
reinkunn. Mesta samkeppni fékk
hann ffá Prúði 00-155 sem var
með 118 í heildareinkunn fyrir
hóp af ákaflega þykkvöxnum og
vel gerðum lömbum. Prúður þessi
er sonur Prúðs 94-834, en dóttur-
sonur Svaða 94-998.
I Hafrafellstungu vom yfírburð-
ir Kubbs 00-106 enn skýrari en á
síðasta ári en hann fékk nú 132 í
heildareinkunn. Þessi hrútur gefur
mjög vel gerð lömb með litla fítu.
Kubbur er sonur Mola 93-986 og
dóttursonur Svans 90-228, sem
var feikimikil kynbótakind og ent-
ist með ágætum og varð fjörgöm-
ul kind.
A Brekku vom feikilega miklir
yfirburðir hjá Snáða 01-245 sem
fékk 146 í heildareinkunn og þar
af var kjötmatshlutinn 162. Lömb
undan þessum hrút höfðu úrvals-
gerð en um leið mjög tempraða
fitusöfnun. Snáði er undan Túla
98-858 og dóttursonur Svaða 94-
998. A komandi hausti fær hann
tækifæri til að færa enn frekari
sönnur á ágæti sitt í mjög um-
fangsmikilli afkvæmarannsókn
úrvalshrútanna á svæðinu, á
Bjamastöðum.
Leki 00-202 í Sveinungsvík átti
allstóran lambahóp á Presthólum
þannig að þar sá hann um toppinn
í stórri afkvæmarannsókn, með
124 í heildareinkunn. Mesta kepp-
ni veitti honum Laxi 01-207, sem
einnig var lánshrútur úr Svein-
ungsvík, með 113 í heildarein-
kunn en hann fær enn að sýna
ágæti sitt á komandi hausti í rann-
sókninni á Bjamastöðum. Laxi er
sonur Tóta 98-346 í Leirhöfn.
Eins og undanfarin haust vom
mjög glæsileg lömb í afkvæma-
hópum i Hjarðarási. Þar kom á
toppinn, líkt og á síðasta ári,
Grímur 00-509, nú með 130 í
heildareinkunn. Þessi hrútur er
sonur Túla 98-858 en dóttursonur
Stúfs 95-294, sem á sinni tíð var
einn af toppkynbótahrútum sýsl-
unnar. Grímur fær á komandi
hausti tækifæri til að sanna endan-
lega ágæti sitt í rannsókninni á
Bjamastöðum. Snjall 97-326 fékk
120 í heildareinkunn en hann hef-
ur margoft áður sýnt sig sem
feikilega öflugur sláturlambafaðir,
en vemleg áraskipti hafa verið á
hve vel hann hefur komið út úr
ómsjármælingum. Snjall er sonur
Mjaldurs 93-985.
í Leirhöfn stóð efstur Dóri 00-
364 frá Bjarnastöðum, undan
Bæti 98-554, með 116 í heilda-
reinkunn. Tóti 98-346 var líkt og
undanfarin haust með mikla yfir-
burði í kjötmati og fékk nú 125 úr
þeim þætti rannsóknar og unglið-
amir ná ekki enn að veita honum
neina verðuga samkeppni.
A Gunnarsstöðum var líkt og á
siðastliðnum árum rannsókn með
fjölda hrúta þar sem toppurinn
kom í hlut Nabba 01-043 sem var
með 126 í heildareinkunn. Nabbi
er sonur Nubbs 98-013 frá Holti
sem vel hefur sannað ágæti sitt í
slikum rannsóknum, en hann er
undan Búti 93-982. Stauli 99-050
sem áður hefur sýnt ágæti sitt í
rannsókn fékk nú 123 í heildarein-
kunn. Besta heildarútkomu úr
kjötmatshluta hafði Stautur 00-
057 með 138 í þeim hluta og 119
í heildareinkunn. Stautur er undan
Stubbi 95-815. Öllum þessum
hrútum er það sammerkt að skila
vöðvaþykkum og vel gerðum
lömbum með hæfilega fitusöfnun.
í Sveinungsvík var fádæma
glæsilegur lambahópur í af-
kvæmarannsókninni en þar hefur
líklega verið teflt saman sterkari
hrútahópi i samanburð en víðast
og Leki 00-202 hleypti þar engum
fram fyrir sig, stóð efstur með 116
í heildareinkunn.
í rannsókn á Syðri-Brekkum
stóðu efstir tveir hrútar, Stubbur
00-052 með 122 í heildareinkunn
og Ljómi 99-051 með 121 í
heildareinkunn, en hann er sonur
Bjarts 93-800.
Á Sauðanesi var Roði 00-014
efstur líkt og á síðasta ári nú með
126 í heildareinkunn. Ur skoðun
lifandi lamba fékk hann 170 í ein-
kunn, en sláturlömbin undan hon-
Freyr 3/2003 - 37 |