Freyr - 01.04.2003, Side 38
r~-------r
Viðir 97-887 á Svínafelli. (Ljósm. Guðmundur Jóhannesson).
um fengu fremur óhagstætt fitu-
mat. A það skal minnt að Roði er
tvílembingur á móti Leka 00-202
úr Sveinungsvík. Búri 01-010
skilaði hins vegar fítulitlum slát-
urlömbum og fékk 154 í kjötmats-
hluta og 118 í heildareinkunn.
Þessi hrútur er blendingskind af
Leirhafnarfé í föðurætt en kollóttu
fé í móðurætt.
Múlasýslur
Umfangið metið sem íjöldi
dæmdra hópa var mjög líkt og áð-
ur en vinnan unnin á heldur færri
stöðum. Stór rannsókn var á sex
stöðum og þar voru samtals 38 af-
kvæmahópar, en minni rannsóknir
á sex búum með samtals 61 af-
kvæmahóp.
Á Hauksstöðum hjá Baldri féll
toppurinn i hlut Ljóma 01-403 með
120 í heildareinkunn. Styrkur af-
kvæma hans var öðru fremur í
ákaflega hagstæðu fitumati hjá slát-
urlömbum undan honum, eins og
ættemi hans gat gefið fyrirheit um,
en hann er sonur Sjóðs 97-846.
Á Refsstað stóð efstur Þór 97-
050 með 125 í heildareinkunn en
sláturlömb undan honum höfðu
bæði betri gerð og minni fítu en
undan öðmm hrútum í rannsókn-
inni.
I minni rannsókn í Hofteigi
komu fram undraverðir yfírburðir
í kjötmati lamba undan Læk 01-
276 en hann fékk 164 í einkunn
fyrir hópinn. Hrútur þessi er sonur
Læks 97-843.
Á Lynghóli bar mjög af Rúdólf
01-171 með 133 í heildareinkunn
en yfirburði sótti hann fyrst og
fremst í ótrúlega hagstætt fítumat
hjá sláturlömbum undan honum.
Þessi hrútur er sonur Túla 98-858.
I Lundi stóð langefstur Spegill
01-104 með 137 í heildareinkunn,
jafn á báðum þáttum í rannsókn.
Þama er fádæma vænleiki lamba,
gerð þeirra var góð og afkvæmi
þessa hrúts safha lítilli fítu við
þennan feikilega mikla fallþunga.
Spegill er sonur Dals 97-838.
Austur-Skaftafellssýsla
Talsvert meira umfang var í
rannsóknum á svæðinu en áður
þó að mikið vanti enn á að þessi
þáttur sé orðinn að umfangi það
sem bæri jafn gamalgrónu rækt-
unarumhverfí og er í sýslunni.
Eingöngu voru unnar stærri
rannsóknir og voru þær á sam-
tals 10 búum og þar voru 75
hópar.
Stór rannsókn vegna sæðinga-
stöðvanna var á búunum þrem í
Svínafelli. Þangað hafði verið
safnað til notkunar á öllum búun-
um þremur úrvalshrútum þaðan úr
sveitinni undan Garpi 92-808. Á
sinum tíma vom Öræfíngar órag-
ari en margir aðrir að nota Garp
meðan hann var á stöð og þar hafa
komið fram margir ótrúlega öfl-
ugir synir hans og þótti tímabært
að stefna saman þeim sem taldir
voru fremstir í flokki á þennan
hátt. Á móti þeim voru í rannsókn
heimahrútar á hverju búi, mis-
munandi fjöldi á hverju búi. Sam-
tals voru það 14 heimahrútar sem
þama komu til samanburðar. Við
skoðun lifandi lamba var strax
ljóst að tveir aðalhrútanna skiluðu
greinilega þeim gæðum í lömbum
sem við hafði verið búist. Lækur
98-454 á Svínafelli hafði fyrir
hæsta BLUP- mat hrúta í landinu
fyrir gerð í kjötmati og lömbin
undan honum sannfærðu strax um
að þar færi hrútur sem ætti vem-
legt erindi á stöð. Þangað fór
hann, varð að leggja niður nafn
sitt vegna hálfbróður hans sem þar
var fyrir með sama nafni og heitir
nú Víðir 97-887. Gnýr 98-367 á
Litla-Hofi var einnig að skila
feikilega glæsilegum lömbum þó
að þau væru heldur léttari en af-
kvæmi Víðis. Gerð hjá mörgum
lambanna undan Gný var ffábær.
Þessi hrútur drapst því miður um
haustið þannig að hann komst
aldrei til nota á stöð. Þriðji Garps-
sonurinn, Fengur 98-102 á
Hnappavöllum, skilaði einnig
mörgum mjög góðum lömbum en
sterkar vísbendingar voru um að
hann gæfí öllu meiri fitu hjá af-
kvæmum sínum en bræður hans
tveir, þannig að ekki þótti ástæða
til að hann færi til stöðvardvalar.
Margir heimahrútanna voru að
skila góðum lömbum í rannsókn-
138 - Freyr 3/2003