Freyr - 01.04.2003, Page 43
Skoðun lifandi lamba
haustið 2002
Starf búnaðarsamband-
anna að sauðfjárræktinni
á haustdögum hefur á síð-
ustu árum verið að breytast
mjög hratt. Ekki þarf að leita
mörg ár aftur í tímann til þess
að hrútasýningar þar sem fram
fóru einstaklingsdómar á full-
orðnum hrútum voru umfangs-
mesti þáttur starfsins. Fyrir
nokkrum árum var ákveðið að
takmarka þetta starf að mestu
við veturgamla hrúta. Fagráð í
sauðfjárrækt ákvað síðan árið
2002 að ekki yrði lengur farið
fram á það við búnaðarsam-
böndin að halda uppi sýningar-
haldi fyrir fullorðna hrúta.
Haustið 2002 var sýningarhald
fyrir fullorðna hrúta því fellt
niður í mörgum héruðum. Á
öðrum stöðum ákváðu viðkom-
andi búnaðarsambönd að halda
slíku starfi í óbreyttri mynd. í
Ijósi þessa að ekki er lengur um
samræmt starf að ræða um allt
land er ekki lengur neitt yfirlit
birt um sýningarhald á full-
orðnum hrútum. Slíkt starf
mun þá hafa átt sér um átta
áratuga samfellda sögu, að vísu
með talsverðum breytingum í
áranna rás.
Samhliða því að dómar á fúll-
orðnum hrútum hafa verið að
dragast saman og falla út hafa
skipulegar skoðanir á lifandi
lömbum stóraukist ár frá ári. Eftir
að notkun ómsjánna kom til fyrir
um áratug hefur gildi slíkra dóma
og mælinga stóraukist. Þetta er sá
hópur sem eðlilegt er að einbeita
sér að í slíkri vinnu vegna þess að
það er meðal lambanna sem hið
raunverulega úrval á einstaklings-
grunni fer fram. Vönduð vinna á
því sviði á þess vegna að geta
skilað miklum árangri, eins og
raunar blasir þegar við mjög víða.
Allra síðustu árin, eftir að þetta
starf og skipulegar afkvæmarann-
sóknir á hrútum hafa verið sam-
tengdar, er árangur þess augljós.
Gögnum úr haustvinnu hefur
verið safnað saman á skipulegan
hátt undanfarin ár. Við úrvinnslu
eftir
Jón Viðar Jónmundsson
Bænda-
samtökum
íslands
Freyr 3/2003 - 43 |