Freyr

Volume

Freyr - 01.04.2003, Page 45

Freyr - 01.04.2003, Page 45
Lögun vöðva Mynd 3. Samband á milli lögunar bakvöðva gimbra og hrúta undan sæðing- arstöðvarhrútum haustið 2002. Ómvöðvi Mynd 4. Samband á milli þykktar ómvöðva gimbra og hrúta undan sæðing- arstöðvarhrútum haustið 2002. Ómfita Mynd 5. Samband á milli fitu gimbra og hrúta undan sæðingarstöðvarhrút- um haustið 2002. og eðlilegt virðist að fítuþykktin aukist um einn mm íyrir 10 kg eða rétt rúmlega það í lifandi þunga. Ahrif þungans á lögun vöðvans virðast hins vegar miklu minni en fyrir mælingamar. Annað atriði sem einnig er rétt að benda á er að þær tölur, sem birtar eru í þessum töflum, eru reiknaðar að meðaltali mælinga á hverju ári. Vegna þess að mis- munandi tæki eru notuð á mis- munandi svæðum og íjöldi lamba er talsvert breytilegur á milli svæða og milli ára þá verður tals- verður munur á því hvert þetta meðaltal er á hverju ári. Þannig er landsmeðaltalið fyrir vöðva- þykkt t.d. talsvert lægra haustið 2002 en 2001 vegna þess að hlut- fallslega mun fleiri lömb voru mæld með skosku tækjunum haustið 2002 en haustið áður. Þess vegna er ekki hægt að bera saman af viti meðaltalstölur fyrir afkvæmahópa undan sama hrútn- um á milli ára, þess í stað er mun eðlilegra að skoða mismun í mælingum á afkvæmahópum sömu hrúta á milli ára. I myndum 3-5 er samræmi á mælingum og mati á lögun bak- vöðva sýnt á milli afkvæmahópa, annars vegar metið í hrútlömbum og hins vegar gimbrunum. Eins og áður má sjá að þetta samræmi er mjög gott, en það er ívið minna fyrir fituþykkt heldur en vöðva- þykkt, sem stafar af því að öryggi mælinga á vöðvaþykkt er talsvert meira en fyrir fituþykktina. Þegar skoðaðar eru niðurstöð- umar sem fram koma í töflu 1 og 2 er ástæða til að benda á það að enn má að nokkm greina mun á milli lambanna undan hymdu og kollóttu hrútunum. Almennt hafa lömbin undan kollóttu hrútunum aðeins þynnri bakvöðva, fituþykkt á spjaldhrygg er meiri en hjá lömbum hymdu hrútanna og koll- óttu hrútamir hafa ívíð lakari stig- un fyrir lögun bakvöðvans. Hins vegar hefur á síðustu ámm orðið þama umtalsverð breyting að því leyti að á meðal kollóttu hrútanna er orðið að finna hrúta sem em að gefa bakvöðvaþykkt að jafnaði hjá afkvæmum sínum sem fylli- lega stenst samanburð við það sem best gerist hjá hymdu hrútun- um. Freyr 3/2003 - 45 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.