Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2003, Side 55

Freyr - 01.04.2003, Side 55
1. tafla. Fallþunqi, flokkun og siðufita falla af lömbum í haustbötunartilraun 2002. Hópur Meðferð Fjöldi Fallþungi kg Kjötmat Holdfyllinq Kjötmat Fituflokkur Fita á síðu (J-mál) mm A viðmiöun 17 12,84 6,76 4,92 6,39 B kálbeit 17 15,88 8,83 7,43 8,96 C hey - 3 vikur 15 15,91 8,40 9,31 11,73 D hey + kjarnf. 3v. 17 16,34 9,23 9,39 12,16 E hey - 6 vikur 17 17,37 10,47 9,57 12,63 F hey + kjarnf. 6v. 16 17,95 10,41 10,88 14,58 80 g hápróteinblöndu/ lamb / dag) með heyinu. I 1. töflu eru nokkr- ar niðurstöður um fallþunga og flokkun lambanna. Lömbin uxu mjög vel á kálbeit- inni og bættu við sig 3 kg í fall- þunga en lítil viðbót kom fram á 3ja vikna innifóðrun. Hins vegar var ágætur vöxtur eftir 6 vikna innifóðrun. og þá höfðu lömbin aukið fallþungann um nærri 5 kg í samanburði við viðmiðunarhóp- inn. Kjamfóður skilaði tiltölulega litlu umfram úrvalsgróffóður. Fitusöfnun var óæskilega mikil á innifóðrunartímabilinu, sem kom fyrst og fremst fram í gimbrunum sem fítnuðu mjög mikið þegar leið að fengitíð. Samanburður á síðufitu gimbra og geltra hrútlamba við jafnan fallþunga sýnir að að gimbramar safha fitu mun fyrr við sömu með- ferð. Tilraunin staðfestir að hag- kvæmara er að nota gelt hrútlömb heldur en gimbrar til slátmnar fyr- ir jól. Gimbmm ætti ekki að slá- tra síðar en í byrjun nóvember - nema e.t.v. þeim allra minnstu. SUMARBEIT Á RÆKTAD LAND Hingað til hefúr dilkakjötsfram- leiðsla á Islandi byggt að megin- hluta á beit á úthaga, en ræktað land hefur verið notað vor og haust, í mismiklum mæli þó. Meginástæðan fyrir því að nota úthagann er sú að tilkostnaður við þá beit er almennt lítill miðað við beit á ræktað land. Eitt af því sem mælir með auk- inni notkun ræktaðs lands til sauð- fjárbeitar er að úthagabeitin er auðlind sem er ekki óþrjótandi. Þessu atriði verður gefinn meiri gaumur á komandi ámm með til- komu gæðastýringar í sauðfjár- rækt. í þeim tilvikum, þar sem beitiland er takmarkandi á mögu- lega bústærð og/eða fallþunga, þá geta menn séð sér hag í því að auka beit á ræktað land, annað hvort með því að stytta þann tíma sem fé er á úthagabeit eða með því að halda hluta fjárins heima á ræktuðu landi allt sumarið. Samkvæmt núverandi verðlagn- ingu er meðalverð á kg dilkakjöts töluvert hærra í júlí og ágúst held- ur en á hefðbundnum sláturtíma um haustið. Ef beitt er á afgirt, ræktað land er mun auðveldara að nálgast lömb til slátmnar, sem er forsenda þess að nýta þennan verðmun. Sumarið 2002 var gerð tilraun á Hesti þar sem lambær vom hafðar í heimalandi allt sumarið, fyrst á hefðbundinni meðferð með beit á tún um vorið og úthaga fyrri hluta sumars en síðan tók við beit á ræktað land síðsumars. Tilrauna- hópar vom þrír með 25 tvílembum í hverjum hópi. Hópur 1 var rek- inn á afrétt með öðm fé og var til samanburðar við hópa 2 og 3 sem gengu í heimalandinu. I lok júlí vom ær og lömb í hóp 2 settar á ræktað land. Lömbin í hóp 3 vom tekin undan ánum og sett á ræktaða landið en ánum sleppt á úthaga. Féð hafði aðgang að áborinni há, úthaga, sumar- og vetraraf- brigðum af rýgresi, repju og höfr- um, ásamt einærri lúpínu á til- raunatímanum sem var fram i lok september. Fylgst með vexti og þroska lambanna, beitarvali og uppskerumagni. I 2. töflu eru nokkrar niðurstöður um þunga lambanna og mælingar við sláfrun. Tölumar em fengnar hjá Hallfríði Osk Olafsdóttur sem vinnur að lokaskýrslu um tilraunina í verk- efhi sínu til B.S. prófs við LBH. Lömbin sem gengu með mæðr- um sínum á ræktuðu landi (hópur 2) þyngdust greinilega mest, allt frá því að beitin á ræktaða landið hófst og gáfú mun þyngra fall en hinir hópamir. Jafnffamt höfðu þau heldur þykkari bakvöðva og vom feitari á bakið en hinir hópamir. . Ekki var mikill munur á hinum hópunum, nema hvað afréttarhóp- urinn (hópur 1) gaf samt heldur hærri kjötprósentu og flokkaðist betur en móðurlausu lömbin (hóp- ur 3) sem fengu lága einkunn fyrir gerð miðað við hina tvo. Samanburður gólfgerða I FJÁRHÚSUM Afar fá fjárhús hafa verið byggð síðastliðin 20 ár, og nú er svo komið að margir bændur standa frammi fyrir vemlegum breyting- um, eigi þeir að geta haldið ffarn- leiðslu sinni áfram. Tvær leiðir em færar; annað hvort að skipta um gólf en viðhalda annars því skipu- lagi sem er fyrir hendi (oftast rimlagólf með kjallara undir) eða Freyr 3/2003 - 55 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.