Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 26

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 26
Agnar Guðnason. Meðritstjóri Freys 1966 - 1967. Óli Valur Hansson. Meðritstjóri Freys 1968 - 1980. starf svo sem að hann yrði valinn ritstjóri búnaðarblaðs, sem í ráði væri að félagið gæfi út, og að ráð- herra mundi veita því blaði fjár- stuðning, þannig að það gæti þeg- ar hafið göngu sína. Þetta er bók- að eftir Bjama Ásgeirssyni sem leitaði sátta í málinu. Eftir þetta réð meirihluti stjómar Steingrím Steinþórsson í starf búnaðannála- stjóra. Nú var þannig ástatt með Frey að Sigurður Sigurðsson átti blaðið einn en það var skuldugt og hafði ekki komið út um árs skeið og Sigurður vildi létta af sér störfúm. Það þótti þá vel til fundið að Bún- aðarfélagið keypti Frey af Sigurði og tæki við skuldum hans. Til þessa naut félagið styrks frá ráð- herra svo sem lofað var. Metúsalem Stefánsson tók nú við ritstjórn hins endurnýjaða Freys. Það dróst þó fram eftir ár- inu að blaðið kæmi út og kom aðeins eitt hefti á árinu (júlí-des- ember 1935). Freyr fékk nú nýtt andlit og hét nú „Freyr, mánað- arblað um landbúnað”. Utgef- andi Búnaðarfélag íslands. Blað- ið hófst með ávarpi landbúnaðar- ráðherra, Flermanns Jónassonar, og síðan kom ávarp útgefanda þar sem m.a. var rakin saga eldri Freys, auk stefnumörkunar þess nýja. Metúsalem gegndi rit- stjórastarfínu til ársins 1939 en það ár sá hann um fyrstu tíu tölu- blöðin. Arni G. Eylands tók við ritstjóm seintáárinu 1939, 11. og 12. tölu- blaðið komu út undir hans rit- stjóm. Blaðið jókst að umfangi í höndum Áma og útkoma þess var regluleg tólf hefti á ári að jafnaði ein örk tölublaðið. Eíni blaðsins var einnig fjölbreytt. Við útkomu 11. tölublaðs (nóv- emberheftis) 1945 kom upp ósætti á milli stjómar BÍ og rit- stjórans, Áma. Ástæðan var birt- ing tveggja greina eftir ungan bú- fræðikandídat sem þá var nýkom- inn heim eftir alllanga námsdvöl erlendis. Ljóst þótti að á milli rit- stjóra og höfundar greinanna hefði komið upp misklíð og að rit- stjóri hefði af hrekk birt greinam- ar án þess að laga á þeim málfarið sem bar þess merki að hinn ungi kandídat hefði ekki að fullu náð aftur góðum tökum á íslenskunni og þótti mál hans all útlenskuskot- ið bæði í orðum og orðaröð. Stjóm BÍ ákvað að láta eyða þessu tölublaði og skyldi því á eld kast- að. Nokkur eintök sluppu þó við eldinn og hafa þau verið nefnd Bruna-Freyr af sumum. Ritstjóri undi þessu illa og fór ekki að fyr- irmælum stjómar með það að skrá næsta blað sem nr. 11, heldur þannig, „Nr. (11-) 12” og hafði tvöfalt blaðsíðutal á síðum þess. Flann gaf þá skýringu á birtingu greina búfræðikandídatsins unga án lagfæringa að hann hefði viljað „lofa lesendum Freys - bændun- um - að sjá og heyra hvað þessi maður hefði að bjóða og bera fram þeim til fróðleiks, og um leið hvemig höndum hann færi um móðurmálið” (Freyr (11-) 12, bls. 196 (180) 1945). Nú harðnaði af- staða stjómar til þessa máls og varð það úr að Ámi G. Eylands hvarf frá blaðinu. Hann þáði ekki boð stjómar um að vera áfram við blaðið sem annar af tveimur rit- stjómm. Stéttarsamband bænda KEMUR AÐ BLAÐINU Stéttarsamband bænda var stofnað á fúndi á Laugarvatni 7. september 1945. Það starfaði í tengslum við BÍ fýrsta árið og var þá ákveðið að það yrði meðútgef- andi að Frey. Á forsíðu 1. heftis Freys 1946 mátti því líta nokkrar breytingar. Utgefendur vom nú orðnir tveir BÍ og SB. Ritstjóri var nýr, Gísli Kristjánsson, og blaðinu hafði verið skipuð sérstök rimefnd og áttu þeir Einar Olafsson bóndi í Lækjarhvammi, Pálmi Einarsson ráðunautur og Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri sæti í henni. Einar var tilnefndur af stjóm Stéttarsambandsins, en það taldist síðar bera ábyrgð á blaðinu að einum þriðja. Gísli Kristjáns- son hafði verið fenginn til starfa fyrir Stéttarsambandið stofnárið 1945 og þá annast útgáfú á „Fé- lagstíðindum Stéttarsambands bænda“ og komu út tvö hefti af því blaði. Með aðild Stéttarsam- bandsins að Frey vom Félagstíð- | 26 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.