Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 51

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 51
stundum kölluðu breyttir hættir svo sem vélar, verklag og bústærð fremur á nýja byggingu en að hin eldri væri með öllu gengin úr sér. Garður er granna sættir Á þjóðveldisöld er talið að garð- ar um tún, akra og jafnvel haga hafi verið algengir. Til þess benda bæði sýnilegar minjar en líka ákvæði laga þess tíma. „Ef maður er beiddur garðlags, þá skulu þeir löggarð gera” ... segir t.d. í landa- brigðisþætti Grágásar. Á ýmsu gekk um vörslu lands upp eftir öld- unum en við aldamótin 1900 er tal- ið að túngirðingar (garðar) hafi verið um 1500 km að lengd. Að meðaltali gæti það hafa verið 250- 300 m á bæ. Ræktun tuttugustu aldarinnar hefði komið lyrir lítið ef ekki hefði tekist að veija tún og engjar fyrir ágangi búfjár. Vaxandi munur á hagsmunum bænda og annarra landeigenda í kjölfar breyttra bú- skapar- og samfélagshátta er leið á 20. öldina hefiir líka kallað á tækni- búnað til vörslu lands. Því má mak- lega segja hér örlitla girðingasögu. Öldin byrjaði líflega í þessum efnum: Árið 1903 setti Alþingi hin svonefndu „gaddavírslög” en þau fólu m.a. í sér fyrirheit um lán úr ríkissjóði til þess að bændur, er þess óskuðu, gætu algirt tún sín. Lögin voru tímabundin; gengu úr gildi við árslok 1907 en dugðu þó til þess að hrinda af stað umtals- verðum framkvæmdum. Á þess- um árum vírgirtu menn tún svo nam að girðingalengd nær 170 km á ári. Áfram en í minnkandi mæli girtu bændur einnig með torfi og grjóti, t.d. hálfgirðingar og settu einn tvo gaddavírstrengi ofan á lágan torf-eða grjótgarð. Þámun- aði um vörsluskurðina sem víða voru hluti af engjaræktinni. Það var þó ekki fyrr en á styrjaldarár- unum síðari sem þorri íslenskra túna var algirtur. Meginhluta tuttugustu aldarinn- ar var girðingatæknin í aðalatrið- um hin sama: Gaddavír, eða gaddavír og vörslunet á timbur- staurum. Varla mun finnast það land í nálægum heimshlutum sem fleiri lengdarmetra í girðingum hefur á hvem íbúa sinn. Veldur þar mestu hin umfangsmikla kvik- fjárrækt, einkum sauðfjár- og hrossa-, svo og víðemi, að ekki sé gleymt þeim sérstöku aðgerðum til hólfunar landsins með girðing- um er sauðfjárveikivarnir um miðbik aldarinnar kröfðust og enn er haldið við í vemlegum mæli. Þótt fyrstu rafgirðingamar væru kynntar landsmönnum þegar árið 1946 var það ekki fyrr en á átt- unda áratug aldarinnar að breyt- ingar urðu. Mönnum þótti kostn- aður við hinar hefðbundnu girð- ingar farinn að keyra úr hófi svo svipast var um eftir léttari og ein- faldari girðingum. Á markaðinn komu nýsjálenskar rafgirðingar Annáll Freys Nokkrar leiðbeiningar um uppsetningu og meðferó vindrafstöðva Vindrafstöðvar til lýsingar og til rafmögnunar útvarps- tækja á sveitabæjum, og jafnframt sumstaðar til suðu og annarrar heimilisnotkunar, ryðja sér um þessar mundir töluvert til rúms. Þær hafa á skömmum tíma náð miklum vinsældum, enda er það hvorttveggja, að mikið hagræði er að því, að geta hlaðið útvarpsgeyma heima hjá sér, eða jafvel, ef völ er á viðeigandi útvarpstækjum, komizt hjá því að nota útvarpsgeyma og rafhlöður, og hitt, að rafmagnsljós hafa marga kosti fram yfir olíulampaljós. Þau gefa miklu betri birtu, og það er hægt að bregða upp Ijósi á svipstundu fyrirhafnarlaust hvenær sem vera skal, alstaðar þar sem rafmagnslömpum hefur verið komið fyrir. Og vindraf- stöðvar eru tiltölulega ódýrar. Um endingu þeirra verðurekki sagt, að svo stöddu, því að reynsla er ekki fengin nægilega til þess að dæma um það ennþá. En ending og viðhaldskostnaður þessarar stöðva mun ráða miklu um það, hvort þær eiga framtíð fyrir sér eða ekki. Ending vindrafstöðva er undir þrennu komið: 1. Vöndun á efni og smíði stöðvarinnar. 2. Frágangi við uppsetningu stöðvarinnar. 3. Meðferð og hirðingu. Um fyrsta atriðið ráða kaupendur vindrafstöðva auðvitað engu, en nauð- synlegt er, að þeir sem flytja inn og selja stöðvar þessar, fylgist vel með því, hvernig stöðvarnar reynast og leitist við, að fá bætt úr göllum, er kunna að koma í Ijós á stöðvunum. Um annað og þriðja at- riðið skal nú farið nokkr- um orðum: Það er nauðsynlegt, að undirstaða undir vindraf- stöð sé svo traust, og stöðin svo vel fest niður, að hún geti ekki fokið. undirstaða undir vindraf- stöð þarf ennfremur að vera svo traust og stöð- ug, að hún ekki hristist svo neinu nemi, þótt mikill vindur sé. Loks er nauðsynlegt, ef vindrafstöð er reist nálægt húsi eða húsum, að hún standi svo hátt, að hún nái vel upp fyrir húsmæna. Guómundur Marteinsson, verkfræðingur Freyr 1942, bls. 67-71. Freyr 7-8/2004 - 51 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.