Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2004, Side 13

Freyr - 01.10.2004, Side 13
ur fyrir slíka umræðu. Um tíma á þessum árum komu út tvö önnur blöð um landbúnað, Bændablaðið eldra og Bóndinn, sem birtu mik- ið efni fyrir bændur. En í hvorugu blaðinu skrifuðust bændur á. Það gerðu þeir í Frey. - Fannst bœndum Freyr vera sitt blað? Já, það held ég að sé óhætt að segja. Utbreiðsla blaðsins var mikil á fyrstu árum mínum í rit- stjórastóli og fór yfír 4.000 eintök þegar mest var. A undanfömum ámm hefur þeim fækkað enda hefur bændum fækkað og eðli blaðsins breyst eins og við kom- um að síðar. Eg á afar góðar minningar um samskiptin við þá sem lögðu blað- inu til efni. Menn vom að sjálf- sögðu ekki alltaf sammála, ekki frekar en annars staðar í lífínu. Nokkrir bændur vom duglegri en aðrir að tjá sig á síðum blaðsins. Þar kemur mér fyrstur í hug Hall- dór Þórðarson á Laugalandi í Nauteyrarhreppi, sem skrifaði ágætar ádrepur. Hann átti lengi sæti á aðalfundum Stéttarsam- bands bænda og var það fulltrúi hinna gömlu gilda og spymti við breytingum. En þó hann væri gagnrýninn var hann ákaflega skemmtilegur (eins og sjá má í grein sem hann skrifaði í blaðið árið 1989 og birtist hér í styttri út- gáfú). Hér verð ég að skjóta inn einni sögu. Árið 1987 gaf Stéttasam- band bænda út fréttabréf sem hét Hugmyndaskrá - fjölbreyttari at- vinnumöguleikar í sveitum. Þama vom taldar upp fjölmargar hug- myndir að verkefnum sem bændur gætu snúið sér að til að bregðast við samdrætti í hefðbundnum bú- skap. Þessi bæklingur olli tölu- verðu fjaðrafoki og menn hengdu hatt sinn á ýmis smáatriði svo sem að bændur gætu boðið gestum sín- um upp á hráskinnaleik, kveðskap og þjóðdansa, leik á langspil og að horfa á glímu. Þetta fór í taugam- ar á mörgum og Halldór var einn af þeim. — Hvernig voru samskipti rit- stjóra og útgefenda blaðsins? Höfðu þeir mikil afskipti af skrif- um þínum og ritstjórnarstefnu blaðsins? Þeim var þannig háttað að yfir Frey var útgáfunefnd sem kom yf- irleitt saman einu sinni til tvisvar á ári, einkum til að líta yfir fjár- hagsstöðuna og ákveða áskriftar- verð o.fl. Hún ræddi sjaldan inni- hald blaðsins. - Varstu þá alveg frjáis? Eg fann ekki að reynt væri að hafa áhrif á mig. Vitaskuld fann ég stundum fýrir því að einhverj- um líkaði ekki eitthvað sem ég hafði skrifað en þannig er það alltaf. Það komu engir inn til mín og sögðu mér hvemig ég ætti að gera hlutina. Þetta jafngildir því ekki að ég hafi búið við fúllt frelsi heldur bara það að menn höfðu ráðið í þetta starf mína per- sónu með þá lífsskoðun og hug- myndafræði sem ég tók með mér. - Hvernig var eignarhaldi blaðsins háttað þegar þú byrjaðir hér? Þá átti Búnaðarfélag íslands tvo þriðju og Stéttarsamband bænda þriðjung. Framan af ferli mínum var blaðið rekið með hagnaði og eigendumir fengu arð af því en svo breyttist það. Yfirmaður minn var Jónas Jónsson, meðan hann var búnaðannálastjóri, en Hákon Sigurgrímsson var lengi fulltrúi Stéttarsambandsins í útgáfústjóm- inni. Eg sinnti ýmsum verkum fyrir þessi tvenn samtök, meðal annars við undirbúning aðalfúnda Stéttarsambandsins og við ýmis útgáfumál, svo sem Handbók bænda sem ég sá um um árabil, lengst af ásamt Ottari Geirssyni. Altalað á kaffistofunni Heiður þeim heiður ber Steingrímur Eyfjörð Einarsson læknir var eitt sinn á ferð til Siglu- fjarðar og kom við í Ólafsfirði. Séra Ingólfur Þorvaldsson og Steingrímur voru skólabræður og góðir kunningjar. Nú stóð svo á, er Steingrímur heimsótti prestinn, að hann var að messa. Bar því fundum þeirra ekki saman að þessu sinni, því að læknirinn var á hraðri ferð. Hann gat þó ekki á sér setið, nema að hnippa í vin sinn, klerkinn, og skildi eftir til hans miða með þessum vísuorð- um: Ingólfur er að messa, orðin hans margan hressa gáfu- og guðdómleg. Þó hefur hann til þessa þrammað hinn breiða veg. Friðþjófur Gunnlaugsson, skipsstjóri, hálfbróðir séra Ing- ólfs, segir mér, að þegar Ingólfur sagði Jónataníu, móður þeirra, frá kersknisvísu Steingríms, hafi hún svarað samstundis: Steingrímur lærði að iækna, lagði þar hönd að frækna, það votta þorum vér. Meinsemdum margra eyðir, - mest þeirra, sem hann deyðir. Heiður þeim heiður ber. Hvort svarvísan hefur nokkurn tíma náð eyrum Steingríms, veit ég ekki, en vel mætti ætla, að sæmilega hefði honum líkað svarið. (Heimildarmaður: Jón Kr. Kristjánsson, Víðivöllum í Fnjóskadal). 7. tbl. 1985. Freyr 7-8/2004 - 13 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.