Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 29

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 29
prófi frá MA 1952, búfræðiprófi frá Hólum 1953 og kandídatsprófí frá Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi 1957. Eftir það var hann kennari á Hvanneyri 1957- 1963. Þá sérfræðingur í jarðrækt hjá Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans, 1963-1966 að hann réðst sem jarðræktarráðunautur til BI. Aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra í leyfi frá BI var Jónas 1971-1974 en ritstjóri Freys frá 1975-1980 að hann var ráðinn búnaðarmálastjóri og gegndi því starfí til 1995. Matthías Eggertsson ritstjóri er fæddur í Hafnarfírði 19. júlí 1936. Hann varð stúdent frá MR 1956, búfræðingur frá Hólum 1958 og búfræðikandídat frá Landbúnað- arháskólanum á Ási í Noregi 1961. Matthías var tilraunastjóri Til- raunastöðvarinnar á Skriðu- klaustri í Fljótsdal 1962-1971 að hann gerðist kennari við Bænda- skólann á Hólum og gegndi því starfi til 1980 er hann réðst sem ritstjóri Freys. Matthías var um langt skeið ritstjóri Handbókar bænda. Freyr og Bændablaðið Eftir sameiningu Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda og myndun Bændasamtaka ís- lands árið 1995 var ákveðið að heQa útgáfu Bændablaðsins, hálfs- mánaðarblaðs í dagblaðsbroti. Rit- stjóri þess og ábyrgðarmaður var ráðinn Áskell Þórisson. Til að undirstrika að blaðaútgáfa BI væri í einum farvegi varð Áskell jafn- ffamt ritstjóri og ábyrgðarmaður Freys frá áramótum 1996-’97, en Matthías Eggertsson gegndi áfram starfi ritstjóra og bar meginþung- ann af útgáfu blaðsins. Með útgáfu Bændablaðsins var dregið úr útgáfu Freys, jafnframt því sem efnistökum blaðsins var breytt. Hlutverk þess varð eink- um að birta leiðbeiningaefni en jafnframt var lögð niður útgáfu sérritanna Nautgriparæktin, Sauðfjárræktin og Hrossaræktin sem fjölluðu um viðkomandi bú- greinar. I staðinn var farið að gefa út þemahefti af Frey um þessar búgreinar, tvö um naut- griparækt og sauðfjárrækt og eitt um hrossarækt. Þá hefur frá stofnun Bændasamtaka Islands árið 1995 verið gefið út sérstakt hefti Freys árlega þar sem gerð hefur verið grein fyrir störfum Búnaðarþings. Á 100 ára afmælisárinu er staða Freys í stórum dráttum sú að út eru gefín 10 hefti á ári, þ.e. áður- nefnd sex þemahefti en auk þess fjögur hefti um annað fagefni landbúnaðarins sem og almennt efni tengt atvinnuveginum, sögu- legt, alþjóðlegt o.fl. íslenskur landbúnaður hefur gengið í gegnum víðtækar breyt- ingar og samdrátt síðustu áratugi. Það hefur birst í útgáfumálum at- vinnuvegarins þar sem gróin rit hafa horfið eða skipt um hlutverk en önnur útgáfa hefur vaxið, auk þess sem Netið gegnir æ meira hlutverki í miðlun upplýsinga. Hér skulu þó bomar frarn óskir og von- ir um að Freyr hafí áffam hlutverki að gegna fyrir íslenskan landbúnað. Altalað á kaffistofunni Heimur batnandi fer í blaðinu Austra, sem gefið er út á Egilsstöðum, birtist hinn 31. október sl. viðtal við Sigurð Ó. Pálsson. Hann var kennari og skólastjóri á Borgarfirði eystra og á Eiðum um 30 ára skeið en veit- ir nú forstöðu Héraðsskjalsafninu á Egilsstöðum. Viðtalið hefur yfir- skriftina: “Það er ekki andskota- laust að vera í raun og veru fæddur í fornöldinni og lenda svo í því að kenna á öld geimfara og örtölvu”. í lok viðtalsins er Sigurð- ur beðinn um skólasögur og ein þeirra er eftirfarandi og birtist með leyfi blaðsins: Síðasta vorið mitt á Borgarfirði höfðu krakkarnir á unglingastig- inu safnað sér aurum í tvö ár í ferðasjóð til að komast á lands- mót ungmennafélaganna, sem haldið var á Sauðárkróki. Krakk- arnir höfðu verið mjög duglegir, haft félagsvistir með veitingum sér til ágóða og svo auðvitað árs- hátíðir. Loks rann upp sá dagur er við lögðum af stað. Hópurinn var ekki stór, 15 manns, tveirárgang- ar. Við fórum með litilli rútu og þegar við komum uppundir Vatnsskarð sauð á vélinni. Bíl- stjórinn stöðvaði bílinn, fór út og gáði undir vélarhlífina, kvað svo upp eftirfarandi dóm: “Það verður ekki farið lengra á þessum bíl”. Engin ramakvein voru rekin upp, eins og menn gætu haldið. Algerri þögn sló á hópinn. Auðvitað var engan bíl að hafa á síðustu stundu, þessi hafði ver- ið pantaður með alllöngum fyrir- vara og allar rútur vitanlega á ferð og flugi þessa helgi. í aug- um krakkanna varð stóri draum- urinn um ferðina á landsmótið að engu á augabragði. Þá er það að einn af drengjunum rýfur þögnina og mælir þau orð er ég mun ekki gleyma meðan ég held einhveri glóru af sönsum. Hann sagði: “Það er allt í lagi. Við förum bara hér eitthvað fram í fjall og tjöld- um”. Þvílíkt æðruleysi! Ég er hræddur um að ekki hefðu allir fullorðnir brugðist svona við. Sem betur fór var bilunin í bíln- um ekki eins alvarleg og bílstjór- inn hélt í fyrstu. Við komumst á honum á landsmótið og heim aft- ur. Að vísu misstum við af undan- rásunum fyrir hádegi á laugar- daginn en auðvitað tóku þessir krakkar því mótlæti af mikilli ró. 2. tbl. 1986. Freyr 7-8/2004 - 29 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.