Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 42

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 42
þaksléttunnar, m.a. fyrir hvatn- ingu og kennslu Guðmundar Ól- afssonar á Fitjum í Skorradal, Torfa í Ólafsdal og ýmissa fleiri. Þegar búið var að rista hina seigu grasrót ofanaf mátti vel plægja og vinna jarðveginn með erlendum akurplógum, en einhæf plæging meira og minna gróins svarðar tókst oft miður. Græðisléttan átti sér ýmsa for- mælendur á þriðja áratugnum. Þeim þótti óskynsamlegt að venda grasrótinni við með plægingu og jarða þannig meginhluta næring- arefnanna. Þeir vildu líka halda í íslensku túngrösin en færa þeim áburð auk þess að losa og slétta jarðveginn. Þúfnabaninn sæli var einmitt hin dæmigerða græði- sléttugerðar-vél og féll því vel að kröfum sinnar tíðar. Lúðvík Jóns- son búfræðikandídat hannaði sér- stök herfí til þess að mæta þessum kröfum, rótherfí og saxherfi, er nota skyldi til skiptis við jarð- vinnsluna, byggð á þeirri hug- mynd að halda innlendu fóður- grösunum við og fella næringar- efni svarðarlagsins ekki of djúpt. En aldrei féll plógurinn með öllu í gleymsku þótt önnur verk- færi nytu vinsældanna, svo sem bíldherfi, síðar nefnd hnífa-/hank- móherfí, rótherfí, að ekki sé gleymt diskaherfinu sem senni- lega er j afnvinsælasta jarðvinnslu- tæki tuttugustu aldar. Það var til í öllum stærðum allt frá sex diska herfí fyrir tvo hesta og upp í marg- diska erði sem ekki dugir minna en á annað hundrað hestöfl til að knýja. Að sumu leyti gekk diska- herfið í plógs stað enda vinnu- brögðin ekki óáþekk þegar grannt er skoðað: Svörðurinn ristur sund- ur og honum velt við að meira eða minna leyti. Þáttur áburðarins er hluti jarð- vinnslunnar - að skila jörðinni aftur hluta þeirra næringarefna er frá henni voru tekin. Aburðarhús og -kjallarar urðu hluti hinna nýju gripahúsa steinsteypualdar. Um- hirða búfjáráburðar batnaði enda bændur hvattir til þess með ýms- um ráðum, m.a. jarðabótafram- lögum. Nýræktimar fengu mikið af ársburði undan gripunum og tryggði það góða nýtingu áburðar- efnanna. Ólikar véltæknikröfur hlands og hins fasta hluta bútjár- áburðarins, ásamt tiltölulega hag- stæðu verði á tilbúnum áburði, leiddu þó til nokkurs hirðuleysis um meðferð þessarar auðlindar búanna á sjötta en einkum sjöunda aldartugnum er dró úr nýrækt. Laust fyrir 1970 komu haugsugur Annáll Freys Um súrheysverkun Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve áríðandi er fyrir bóndann, að fá velverkað hey með sem minstum til- kostnaði. En til þess að það geti orðið, er nauðsynlegt að kunna að verka súrhey. Ekki svo að skilja, að ég ætli mér að fara að kenna bændum að súrsa hey, heldur er meining mín með línum þessum sú, að gjöra mönnum kunnugt, hvernig aðgerð þessi hefir reynst mér. Vorið 1906 gróf eg súrheysgryfju, sem er 6 áln. á lengd, 5 áln. á breidd og 4!4 á dýpt, veggirnir eru boga- dregnir, svo líkist sporöskju í lögun. Sama sumarið lét ég í gryfjuna frá 22. - 25. júlí, 40 hesta af nýslegnri og blautri stör, og jafnmikið af nýrri og grasþurri töðu, eða alls 80 hesta. Störin var látin undir, en taðan ofaná. Alt var þetta troðið vel, sérstaklega þó tað- an, því þegar hækkaði í gryfjunni lét ég 2 hesta troða heyið. Þegar þetta hey var komið í gryfjuna, var hún orð- in full upp á veggbrúnir og var heyið hæst í miðjunni. Svo liðu 3 dagar þá var heyið sigið um % alin í gryfjunni, og dálítill hiti kom I það; því miður hafði ég ekki súrheysmæli og get þessvegna ekki sagt um hve hitinn var mikill. - Þó lét eg á ný 8-10 hesta af nýslegnri töðu ofan á heyið í gryfjunni, svo hún varð full, þakti yfir með torfi og fergdi með mold, sem var töluvert blönduð sandi, moldin var á þykt 13A alin. Um haustið 15. okt. tók eg á súrheyinu og hafði það sigið 1 !4 alin. Tók eg þá alla moldina ofan af heyinu og refti svo yfir með trjávið og þakti með tvöföldu torfþaki. Súrheyið sýndist vera óskemt og mjög vel verkað. Skilyrði til þess að súrhey geti fengið góða verkun eru að mínu áliti þessi: 1. Að súrheysgryfjan sé hlaðin upp úr grjóti og sement- uð innan svo hún verði vel slétt. Hún þarf að vera sporöskjulöguð og með lokræsi til að fyrirþyggja að neðangönguvatn skemmi heyið. 2. Að heyið sé troðið svo vel sem unt er og helzt með því að láta 2 hesta gera það. 3. Að gryfjan taki ekki minna en 70-80 hesta af grasþurri töðu. 4. Að haft sé nægilegt farg á heyinu, sem sé 150 pd. á ferfeti hverju. Eftir því sem gryfjan er dýpri, þarf minna farg. 5. Að heyið sé grasþurt og nýslegið, þegar það er látið í gryfjuna. Ef þessum reglum er nákvæmlega fylgt, þá lít eg svo á, að súrheysverkun þurfi aldrei að mistakast. Þó er ýmislegt fleira, sem mætti benda á t.d. þegar moldin - fargið - sígur, er nauðsynlegt að moka mold ofan á, svo dálítil hæð verði jafnan í miðjunni. Gott er að dreifa þurru heyi - gömlu - undir á gryfju- botninn og ofan á heyið undir þakið, svo sem bagga í hvern stað. Einnig er gott að salta heyið litið eitt og sá því helzt út við veggina. Áríðandi er að gryfjan sé á hentugum stað, og helzt á hæð, svo að vatn komist ekki að henni. Hofi á Höfðaströnd í febrúar 1910. Hjálmar Þorgilsson. Freyr 1910, bls. 92-94. 142 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.