Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 79

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 79
7. tafla. Ráðlagðir skammtar af tilbúnum áburði á tún á 20. öld, kg/ha. Áburður kg/ha St.St. (Steingrímur Steinþórsson) 1926 Björn Jóhannesson 1953 Agnar Guðnason 1966 Agnar Guðnason 1970 Óttar Geirsson 2000 Köfnunarefni 72 92-103 132-149 120 90-140 Fosfór 25 28-39 44-62 22-26 15-40 Kalí 71 50-70 21 -82 41-49 30-60 Búnaðarfræðsla Búnaðarfélags ís- lands hóf starfsemi sína árið 1954. Það ár voru gerðar athuganir á vaxandi skömmtum af áburði á 117 býlum og árið eftir á 115 býl- um. Árin 1956 - 1959 gerði Bún- aðarfræðslan tilraunir á 36 býlum, þrjár tilraunir á hverju býli. Fjöldi dreifðra tilrauna hefur verið gerð- ur á túnum bænda um allt land af starfsmönnum tilraunastöðvanna, RALA, bændaskólanna og búnað- arsambandanna. Á 20. öld virðast hafa verið gerðar að minnsta kosti 350 tilraunir með mismunandi skammta af tilbúnum áburði, vítt og breitt um landið. Mest var gert af slíkum tilraunum um miðja öld- ina. Án efa hefur með þessum til- raunum hefur verið lagður grund- völlur að áburðamotkun bænda. Jarðvegsefnagreiningar hófust hjá Landbúnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans um 1960, undir stjóm Bjöms Jóhannessonar. Nið- urstöðumar hafa verið notaðar til að leiðbeina mönnum um áburð- amotkun og kölkun. Árið 1965 hófust jarðvegsefnagreiningar hjá Ræktunarfélagi Norðurlands og 1975 hjá Bændaskólanum á Hvanneyri. Um aldamótin 2000 var búið að efnagreina sýni úr mjög mörgum túnum, eða alls um 50-60 þúsund sýni. (Aðallega Jó- hannes Sigvaldason, munnlegar heimildir.) Um miðjan áttunda áratug 20. aldar kom Friðrik Pálmason, sér- fræðingur hjá RALA, með þá hugmynd að nota efnagreiningar á grasi eða jafnvel heyi til að ákveða áburðarmagn á tún árið eftir. Sumir hafa notað þessa að- ferð ásamt jarðvegsefnagreining- um þegar ákveðið er hve mikinn áburð á að nota á tún. Rannsóknir á gögnum um veð- urfar og heyfeng urðu til þess að Páll Bergþórsson, veðurstofu- stjóri, uppgötvaði að hitastig vetr- arins hafði mikil áhrif á grasvöxt næsta sumars. Þar með benti hann á þann möguleika að bera á sam- kvæmt mælingum á vetrarhita, þ.e. að bera mikið á þegar frost eru mikil að vetrinum, en minna á þegar vetur eru mildir. I fýrra til- fellinu má búast við frosti í jörðu fram eftir sumri og lítilli losun næringarefna úr jarðvegi, en eftir góðan vetur má gera ráð fyrir að jarðvegurinn hitni fljótt og tölu- vert af áburðarefnum losni úr jarðvegi. Nokkrir bændur munu hafa hliðsjón af þessari aðferð við ákvörðun á áburðarmagni. Á grundvelli tilrauna með vax- andi skammta af áburði hafa fræðimenn reynt að leiðbeina bændum um æskilega skammta af áburði á tún. Árið 1926 kom út bók sem bar heitið Handbók fyrir bændur. Þar skrifaði St. St. (Stein- grímur Steinþórsson) um áburð. I Vasahandbók bænda 1953 ráðlagði Bjöm Jóhannesson mun stærri skammta af köfnunarefni. Tilraun- ir, sem gerðar voru á ámnum fyrir kalárin 1965-1970, bentu til að víða væri hagkvæmt að bera mikið á. Ráðleggingar Agnars Guðnason- ar 1966 endurspegla þetta. Á kalár- unum 1965-1970 virtist mikil notkun á köfnunarefni auka kalið. Trúlega var það þess vegna sem Agnar ráðleggur minni skammta 1970. Um aldamótin 2000 höfðu aðstæður margra bænda breyst mikið. Vegna framleiðslutakmark- ana vom túnin á sumum býlum stærri en bændur höfðu þörf fyrir. I ljósi þess verður að skoða ráðlegg- ingar Óttars Geirssonar, þar sem gefnir em upp misstórir skammtar. í töflu 7 em nokkur dæmi um þess- ar ráðleggingar. Árið 1970 reiknaði Agnar Guðnason út meðaláburðar- Altalað á kaffistofunni Með milligjöf Það gerðist fyrir nokkrum árum að íslenskir hestamenn fóru á hestamannamót í Þýskalandi. Fararstjóri var Agnar Guðnason. Þeir ferðuðust um Danmörku og á Jótlandi fengu þar leiðsögn dansks ráðunautar. Sá varð mjög hrifinn af farstjórn Agnars og mæltisttil að hann kæmi til þeirra til starfa í skiptum fyrir danskan ráðunaut. Meðal þátttakenda í ferðinni var Sveinn Jóhannsson á Varma- læk í Lýtingsstaðahreppi, kunnur hestamaður, sem lést á sl. ári. Um þetta orti hann: Til viðskiptanna vel ég þekki og viljandi þeim ekki spilli. Ég held við látum Agnar ekki öðruvísi en fá á milli. 3. tbl. 1988. Freyr 7-8/2004 - 79 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.