Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 11

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 11
um nýjungum”. Þingið lagði þó til að einnig yrði birt þar léttara efn- ið eftir því sem rúm blaðsins leyfði. Þetta með létta efnið var áréttað á Búnaðarþingi 1962 og sagt að blaðið ætti líka að vera handa þeim sem ekki kæra sig um faglegt efni. Það er áberandi hversu mikið af forsíðumyndum Freys á sjötta ára- tugnum var af vel uppbyggðum bæjum, íbúðarhúsum og penings- húsum í fögru umhverfi. Þegar kom fram á sjöunda áratuginn viku þessar forsíður fyrir hlutlaus- ari myndum og jafnvel auglýsing- um. Gísli átti sér rómantíska hlið og skrifaði stundum ljóðrænar rit- stjómargreinar. En fýrst og fremst var hann ótrúlegur dugnaðarfork- ur og raunar afreksmaður. Með- fram því að ritstýra Frey annaðist hann búnaðarþátt í útvarpinu um áratuga skeið, hann annaðist vist- ráðningar erlends verkafólks eftir stríð og hjálpaði íslenskum náms- mönnum að komast í nám erlend- is. Þá var hann mjög áhugasamur um aðstoð við Grænlendinga og tók þátt í gerð samnorrænnar orðabókar um landbúnað, sem var mikið stórvirki, og er þá enn margt ótalið. Jónas Jónsson tók við af Gísla í ársbyrjun 1975. Hann hafði tekið þátt í pólitík, verið aðstoðarmaður ráðherra, setið á þingi og starfað í opinbemm nefndum, og gat því fjallað af miklum kunnugleika um lagaumhverfí landbúnaðarins sem var mikill fengur að. Hann skrif- aði m.a. ítarlega ritgerð um verð- lagningu búvara frá 1943 til 1995 í minningarriti um Gunnar Guð- bjartsson. Hjartans mál hans vom landgræðsla og skógrækt og hann átti þátt í lagasmíð um þau efni. Á þeim stutta tíma, sem Jónas ritstýrði Frey, urðu miklar breyt- ingar á blaðinu. Útgáfutíðnin jókst í 24 blöð á ári, síðufjöldi blaðsins tvöfaldaðist og breyting- ar vom gerðar á útliti þess og prentvinnslu, það færðist úr blýi í offsetprentun. Þegar hann tók svo við starfi búnaðarmálastjóra árið 1980 var búið að leggja línumar fyrir mig. Mitt hlutverk var því að halda þessum mikla dampi í út- gáfunni, ásamt meðritstjóra mínum, Júlíusi J. Daníelssyni, al- veg þangað til Bændablaðið kom til sögunnar árið 1995. Gagn og gaman - En hvert var hlutverk Freys á þessum árum? Að þessu hef ég oft verið spurð- ur og alltaf svarað því eins: Freyr er gagn og gaman. Þegar ég kom til starfa við Frey var ekki erfitt að afla efnis. Sumt áf því var sjálf- gefíð, svo sem efni frá Búnaðar- þingi og fundum Stéttarsambands bænda, verðlagsgrundvellir og fleira. Þetta efni er allt varðveitt þarna. Kjaminn í faglegu efni blaðsins var framlag ráðunaut- anna, einkum landsráðunauta BI en einnig héraðsráðunautanna en auk ráðunautanna voru sérfræð- ingar RALA og kennarar á Hvanneyri mjög drjúgir í skrifum. Síðast en ekki síst vom bændur sjálfir mjög virkir, skrifuðu grein- ar og ræddu málin sín á milli. Gísli Kristjánsson birti mörg viðtöl í Frey og hlutur viðtalanna jókst enn á tíma Jónasar þegar síð- um blaðsins flölgaði. Þau hafa alltaf verið mjög eftirsótt lesefni. Ég spurði einu sinni greindan og gegnan bónda, Daníel Brandsson á Fróðastöðum í Hvítársíðu: Hvað viltu lesa í Frey? Hann svaraði: - Ég vil að það sé eitthvað í hverju blaði sem ég get lesið þegar ég fleygi mér eftir matinn. Þetta varð mér gott leiðarljós. Freyr hefur líka alla tíð birt mikið af sögulegu efni og minningaþáttum. Á þann hátt hefur blaðið varðveitt hluti sem ella hefðu ekki bjargast. Ég minníist áður á ályktun Bún- aðarþings um þörfína á léttari efni og ég tók að mér að sinna því. Það var gert ekki síst með því að fá rit- færa menn til að skrifa í blaðið. Nokkur fyrstu árin mín birti Rós- berg G. Snædal rithöfundur fasta pistla sem hann kallaði Skrjáf í Altalað á kaffistofunni Hvorki skyld né vandalaus Móeiður átti það til að vera mjög einörð og ákveðin í svörum, ef henni þótti þess þurfa við, en lítt munu menn hafa erft það við hana, þótt hún segði þeim hik- laust meiningu sína, heldur þvert á móti. Kippti henni um þetta í kyn til hinna eldri ættmenna sinna. Skal um það sögð eftirfar- andi smásaga. Þegar séra Sig- urður Thorarensen í Hraungerði var jarðsunginn, var kona hans, Sigríður, amma Móeiðar, rúm- föst, og gat því ekki fylgt manni sínum til grafar. Þegar Skúli pró- fastur á Breiðabólstað, sem fram- kvæmt hafðt athöfnina, og þótti eiga það til að vera ærið hvass í svörum, kom inn frá jarðarförinni, spyr frúin, hvað hann hafi sagt markverðast yfir moldum manns hennar. Skúli brást skjótt við og svaraði: “Ég sagði, sem satt var, að allir hefðu verið honum bölv- aðir, bæði skyldir og vandalaus- ir!” Svaraði þá Sigríður sam- stundis: “Ekki tek ég það til min, ég var hvorki skyld honum né vandalaus." Móeiður sú sem hér er nefnd var Skúladóttir, kona Ágústs Helgasonar í Birtingaholti, en þessi kafli ertekinn úr bókinni “ís- lenskir bændahöfðingjar” eftir Sr. Sigurð Einarsson í Holti, bls. 339-340, en sú bók kom út árið 1951. 5. tbl. 1984. Freyr 7-8/2004 - 11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.