Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2004, Side 11

Freyr - 01.10.2004, Side 11
um nýjungum”. Þingið lagði þó til að einnig yrði birt þar léttara efn- ið eftir því sem rúm blaðsins leyfði. Þetta með létta efnið var áréttað á Búnaðarþingi 1962 og sagt að blaðið ætti líka að vera handa þeim sem ekki kæra sig um faglegt efni. Það er áberandi hversu mikið af forsíðumyndum Freys á sjötta ára- tugnum var af vel uppbyggðum bæjum, íbúðarhúsum og penings- húsum í fögru umhverfi. Þegar kom fram á sjöunda áratuginn viku þessar forsíður fyrir hlutlaus- ari myndum og jafnvel auglýsing- um. Gísli átti sér rómantíska hlið og skrifaði stundum ljóðrænar rit- stjómargreinar. En fýrst og fremst var hann ótrúlegur dugnaðarfork- ur og raunar afreksmaður. Með- fram því að ritstýra Frey annaðist hann búnaðarþátt í útvarpinu um áratuga skeið, hann annaðist vist- ráðningar erlends verkafólks eftir stríð og hjálpaði íslenskum náms- mönnum að komast í nám erlend- is. Þá var hann mjög áhugasamur um aðstoð við Grænlendinga og tók þátt í gerð samnorrænnar orðabókar um landbúnað, sem var mikið stórvirki, og er þá enn margt ótalið. Jónas Jónsson tók við af Gísla í ársbyrjun 1975. Hann hafði tekið þátt í pólitík, verið aðstoðarmaður ráðherra, setið á þingi og starfað í opinbemm nefndum, og gat því fjallað af miklum kunnugleika um lagaumhverfí landbúnaðarins sem var mikill fengur að. Hann skrif- aði m.a. ítarlega ritgerð um verð- lagningu búvara frá 1943 til 1995 í minningarriti um Gunnar Guð- bjartsson. Hjartans mál hans vom landgræðsla og skógrækt og hann átti þátt í lagasmíð um þau efni. Á þeim stutta tíma, sem Jónas ritstýrði Frey, urðu miklar breyt- ingar á blaðinu. Útgáfutíðnin jókst í 24 blöð á ári, síðufjöldi blaðsins tvöfaldaðist og breyting- ar vom gerðar á útliti þess og prentvinnslu, það færðist úr blýi í offsetprentun. Þegar hann tók svo við starfi búnaðarmálastjóra árið 1980 var búið að leggja línumar fyrir mig. Mitt hlutverk var því að halda þessum mikla dampi í út- gáfunni, ásamt meðritstjóra mínum, Júlíusi J. Daníelssyni, al- veg þangað til Bændablaðið kom til sögunnar árið 1995. Gagn og gaman - En hvert var hlutverk Freys á þessum árum? Að þessu hef ég oft verið spurð- ur og alltaf svarað því eins: Freyr er gagn og gaman. Þegar ég kom til starfa við Frey var ekki erfitt að afla efnis. Sumt áf því var sjálf- gefíð, svo sem efni frá Búnaðar- þingi og fundum Stéttarsambands bænda, verðlagsgrundvellir og fleira. Þetta efni er allt varðveitt þarna. Kjaminn í faglegu efni blaðsins var framlag ráðunaut- anna, einkum landsráðunauta BI en einnig héraðsráðunautanna en auk ráðunautanna voru sérfræð- ingar RALA og kennarar á Hvanneyri mjög drjúgir í skrifum. Síðast en ekki síst vom bændur sjálfir mjög virkir, skrifuðu grein- ar og ræddu málin sín á milli. Gísli Kristjánsson birti mörg viðtöl í Frey og hlutur viðtalanna jókst enn á tíma Jónasar þegar síð- um blaðsins flölgaði. Þau hafa alltaf verið mjög eftirsótt lesefni. Ég spurði einu sinni greindan og gegnan bónda, Daníel Brandsson á Fróðastöðum í Hvítársíðu: Hvað viltu lesa í Frey? Hann svaraði: - Ég vil að það sé eitthvað í hverju blaði sem ég get lesið þegar ég fleygi mér eftir matinn. Þetta varð mér gott leiðarljós. Freyr hefur líka alla tíð birt mikið af sögulegu efni og minningaþáttum. Á þann hátt hefur blaðið varðveitt hluti sem ella hefðu ekki bjargast. Ég minníist áður á ályktun Bún- aðarþings um þörfína á léttari efni og ég tók að mér að sinna því. Það var gert ekki síst með því að fá rit- færa menn til að skrifa í blaðið. Nokkur fyrstu árin mín birti Rós- berg G. Snædal rithöfundur fasta pistla sem hann kallaði Skrjáf í Altalað á kaffistofunni Hvorki skyld né vandalaus Móeiður átti það til að vera mjög einörð og ákveðin í svörum, ef henni þótti þess þurfa við, en lítt munu menn hafa erft það við hana, þótt hún segði þeim hik- laust meiningu sína, heldur þvert á móti. Kippti henni um þetta í kyn til hinna eldri ættmenna sinna. Skal um það sögð eftirfar- andi smásaga. Þegar séra Sig- urður Thorarensen í Hraungerði var jarðsunginn, var kona hans, Sigríður, amma Móeiðar, rúm- föst, og gat því ekki fylgt manni sínum til grafar. Þegar Skúli pró- fastur á Breiðabólstað, sem fram- kvæmt hafðt athöfnina, og þótti eiga það til að vera ærið hvass í svörum, kom inn frá jarðarförinni, spyr frúin, hvað hann hafi sagt markverðast yfir moldum manns hennar. Skúli brást skjótt við og svaraði: “Ég sagði, sem satt var, að allir hefðu verið honum bölv- aðir, bæði skyldir og vandalaus- ir!” Svaraði þá Sigríður sam- stundis: “Ekki tek ég það til min, ég var hvorki skyld honum né vandalaus." Móeiður sú sem hér er nefnd var Skúladóttir, kona Ágústs Helgasonar í Birtingaholti, en þessi kafli ertekinn úr bókinni “ís- lenskir bændahöfðingjar” eftir Sr. Sigurð Einarsson í Holti, bls. 339-340, en sú bók kom út árið 1951. 5. tbl. 1984. Freyr 7-8/2004 - 11 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.