Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 50

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 50
Steinsteypa breytti húsagerð i islenskum sveitum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Hér er verið að steypa fjárhússhlöðu að Kirkjubóli i Bjarnardal vorið 1939. Yfirsmiðurinn, Jón Hagalinsson i Hjarðardal innri, situr á vinnupalli; þá sjáum við bræðurna Guðmund Inga Kristjánsson, sem ber upp steypuna, og Halldór, er hrærir. Bróðurdóttir þeirra, Ásthildur Ólafsdóttir, stýrir hestinum Dropa. (Ljósm.: Sigríður Guðmundsdóttir). bændaefnum að steypa steina til húsagerðar. Ymsum tókst að reisa hús úr steinsteypu sem stóðust tímans tönn en önnur urðu veðrun að bráð á undraskömmum tíma. Þótt misbrestur yrði á loftræstingu margra þessara útihúsa batnaði vinnuaðstaða manna um margt: Húsin urðu rúmgóð og bjartari en flest hinna gömlu, gólf voru slétt og oft í sama fleti. Farið var að leggja vinnu í skipulagningu úti- húsanna, gjaman að erlendum fyr- irmyndum, einkum dönskum að því er Qósin snerti. Stórijósin á Korpúlfsstöðum, Hvanneyri og víðar urðu mörgum fyrirmynd í húsagerð. Gömlu torfhúsin kröfð- ust mikils viðhalds á hverju ári, og jafnvel var það svo að jarðar- húsin entust ekki nema sem nam búskapartíma einnar kynslóðar. Með tilkomu steinsteypunnar, er varð fljótlega ríkjandi byggingar- efni, dró mjög úr árlegri vinnu við viðhald bygginga og til urðu byggingar sem menn tóku að kalla „varanlegar”. Er leið fram á öld- ina tók það sama að gilda um byggingarnar og vélamar að Annáll Freys Bjarni Runólfsson, Hólmi Fæddur 10. apríl 1891. Ðáinn 4. sept. 1938. Þann 4. sept. s.l. andaðist að heimili sinu, Hólmi í Landbroti, Bjarni Runólfsson bóndi og rafvirki. Hann var aðeins 47 ára, fæddur 10. apríl 1891 að Hólmi, þar sem hann átti heima alla tíð. Bjarni var elztur níu systkina og var þegar í æsku kall- aður til allra starfa í þarfir heimilisins. En snemma hneigðist hugur hans til smíða og lagði hann þegar í æsku hönd á hvers konar smíði, jafnframt heimilisstörf- um. Árið 1913 var reist rafstöð í Þykkvabæ í Landbroti, hjá Helga Þórarinssyni bónda þar. Bjarni vann við byggingu þeirrar stöðvar með Halldóri Guðmundssyni raffræðing. - Rafstöð þessi var sú fyrsta í Skaftafellssýslu og var Bjarni jafnan fenginn til þess að lagfæra stöðina, er hún bilaði. Þannig óx þekking hans á rafmagni upp af reynslu hans sjálfs. Bráðlega fór Bjarni að huga um rafvirkjun heima hjá sér í Hólmi. Árið 1921 byrjaði hann að smíða túrbínu í því skyni. Sýndist flestum það ófæra, en Bjarni lét sig engu skipta vantrú annara. Hann hafði hugsað málið. Verkfæri hans í þá daga voru aðeins þau einföldustu, sem af verð- ur komizt með við venjulega smíði og flest hans eigin verk. Fátæktin hafði kennt honum að komast af með iít- ið, og svo virtist sem honum gæti orðið allt að verkfærum, þegar þess þurfti við. Þótt verkfæra kostur væri lítill við þessa fyrstu trúbínu- smíði, bætti hann úr því eftir hendinni, með því að smíða sér verkfæri. Aðkeypt verkfæri hans voru aðeins hamar- inn, steðjinn og járnsagarblaðið. En smíðinni skilaði áfram og túrbínan reyndist skila ágætlega því afli, sem til var ætlast. Þótt Bjarni hafi skilað mörgu glæsilegra verki síðar, en þessari fyrstu túrbínu, er óvíst að hann hafi nokkru sinni unnið meira afreksverk, þegar tillit er tekið til alls. Nú hefir þetta hlaupahjól verið hirt úr úrgangsjárn- hlaðanum og er geymt sem stássgripur í stofunni í Hólmi. Bjarni kom í alla landsfjórðunga til leiðbeiningar við raf- virkjun. Leiðbeindi hann bæði á vegum Búnaðarfélags ís- lands og Búnaðarsambands Suðurlands. Ótal fyrirspurn- unum svaraði hann í allar áttir. Alls smíðaði hann og sá um smíði á eitthvað á annað hundrað túrbínum og setti upp talsvert fleiri stöðvar að auk. Rafstöðvar hans eru dreifðar víðsvegar um Suður-, Vestur- og Norðurland. Fáum mun hafa auðnast það í eins ríkum mæli og Bjarna, að veita birtu og yl I huga og híbýli manna. Æfi Bjarna, frá því hann komst úr æsku, var óslitið brautryðjandastarf. Fór hann heldur eigi varhluta í byrjun af misskilningi og áróðri, heldur en aðrir brautryðjendur. Fyrstu sláttuvélina, sem að verulegum notum kom í sýsl- unni, austan Mýrdalssands, keypti Bjarni. Vann hann með henni víða á bæjum fyrir lítið endurgjald, en sýndi í verki nauðsyn sláttuvéla. Bjarni átti fyrsta bílinn, sem fór yfir vötn og vegleysur Skaftafellssýslu. Var það upphaf þess, að landleiðir voru bættar austur, og vegir lagðir með tilliti til notkunar bila. Þórarinn Helgason. Freyr 1938, bls. 161-163. | 50 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.