Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 65

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 65
plöntum á íslandi 2003 stendur: „Beringspuntur er með veikt rót- arkerfi fyrstu árin og opinn svörð. Hann þolir illa beit og frostlyft- ingu. Hann hentar best í hreinrækt í sand- og mýrarjarðvegi og er mjög vetrarþolinn". Fram til alda- mótanna 2000 voru gerðar um 25 tilraunir hér og þar um Island þar sem beringspuntur var borinn saman við önnur nytjagrös. Alls konar ræktunartilraunir hafa verið gerðar með beringspuntinn, svo sem með kynbætur, frærækt, sláttutíma, áburðartíma, efna- magn í uppskeru, mælingu á svellþoli o.fl. Háliðagras er notað sem tún- gras í ijalllendi Mið-Evrópu og í Kanada þar sem það gefur góða beit bæði vor og haust. Nú er há- liðagras lítið notað í túnrækt á Norðurlöndum nema helst í Finn- landi og á íslandi. Árin 1901 og 1903 var farið að reyna háliðagras í Gróðrarstöðvunum í Reykjavík og á Akureyri. Uppskera af há- liðagrasi hefur verið borin saman við uppskeru annarra túngrasa í um 15 tilraunum. Háliðagras byrjar að spretta snemma vors og sprettur úr sér fyrr en önnur grös. Það gefur sæmilegt fóður sé það slegið snemma. Grasið vex vel á raklend- um túnum. Um aldamótin 2000 er lítið um að háliðagrasi sé sáð í ný- ræktir en það er víða í túnum. Túnvingull hefúr frá fomu fari vaxið um allt nyrðra tempraða- beltið, frá íjöru til íjalls. Þó er ekki vitað hvort túnvingull óx á íslandi þegar landnámsmenn komu, en nú er hann algengur um allt land. Á Islandi eru til tvær teg- undir af túnvingli og af hvorri þeirra eru margar ólíkar gerðir. I gömlum þurrlendum túnum getur hann verið ríkjandi. Vinsældir túnvinguls sem fóðurjurtar döluðu eftir því sem leið á 20. öldina, að- allega vegna þess hve skepnur láta illa við honum. Það hafa verið reynd um 90 yrki og staðbrigði af túnvingli á Islandi. Sum af þeim hafa eingöngu verið ætluð fýrir grasfleti svo sem íþróttavelli. Túnvingull er töluvert notaður í skrúðgarða og íþróttavelli, enda þolir hann traðk betur en flestar aðrar grastegundir. Tilraunir með mismunandi staðbrigði eða yrki hófúst á Akureyri 1899. Túnving- ull vex vel í sandjarðvegi og er því notaður til landgræðslu, t.d. sem eftirfari melgresis. Hann var meðal fýrstu háplantna sem námu land í Surtsey. Vallarfoxgras. Magnús Steph- ensen minnist á vallarfoxgras í Klausturpóstinum árið 1820, lík- lega fyrstur Islendinga til að geta um það á prenti. Hann nefnir það rottuhala, sem er þýðing á gömlu dönsku nafni engrottehale. Guð- mundur Hjaltason skrifað í Norð- urfara 1881 að hann hafí séð rottuhala að Barkarstöðum í Fljótshlíð. Stefán Stefánsson skrifaði í Flóru Islands, sem kom út 1901, að vallarfoxgras sé sjaldgæft en fínnist í túnum í flestum landshlutum. Þóroddur Sveinsson telur líklegt að bæði vallarfoxgras og háliðagras hafi borist til íslands með landnáms- mönnum, en það er erfltt að sanna eða afsanna. Boilleau barón á Hvítárvöllum í Borgarfirði lét sá vallarfoxgrasi árið 1898. Alls hafa verið gerðar tilraunir með um 130 yrki og stað- brigði af vallarfoxgrasi á Islandi, einkum á seinni hluta 20. aldar. Þar að auki hefur fjöldi tilrauna verið gerður með að bera saman vallarfoxgras við önnur grös. Tvö íslensk yrki hafa verið á markaði: Korpa var ræktuð upp af plöntum sem Sturla Friðriksson safnaði í Ólafsdal og víðar í Dalasýslu. Korpa kom á markað 1970. Adda sem komið er af úrvali af plöntum sem Þorsteinn Tómasson safnaði á mýrlendum kaltúnum í Borgar- fírði. Adda kom á markað árið 1982. Vallarsveifgras vex villt í Evr- ópu, Asíu og Norður-Ameríku og er mjög útbreitt. Steindór Stein- dórsson hefúr varpað fram þeirri tilgátu að vallarsveifgras hafi flust til íslands eftir landnám. Á fyrri hluta 20. aldar var farið að flytja inn fræ af vallarsveifgrasi. Sam- kvæmt rannsóknum Guðna Þor- valdssonar þekur vallarsveifgras, bæði af innlendum og erlendum uppruna, stærra svæði af túnum landsins en nokkur önnur jurt. Um það segir Guðni: „Oft má þekkja innlenda vallarsveifgrasið frá því sem var sáð. Liturinn er dekkri og blöðin breiðari.“ Vallarsveifgrasi er sjaldan sáð einu sér heldur með öðrum grös- um, t.d. vallarfoxgrasi eða belg- jurtum. Það vex illa í þurrum sandjarðvegi. Grasið þolir nokk- uð vel traðk og er þess vegna Altalað á kaffistofunni Alllangt er um liði síðan eftirfar- andi atvik átti að hafa gerst. Nemendum Bændaskólans á Hvanneyri hafði verið boðið á samkomu, ásamt með dömum. Til að leysa úr því, hringdi fulltrúi nemenda í Húsmæðraskólann á Varmalandi og bauð 20 náms- meyjum á samkomuna. Skólstýr- an tók jákvætt í þá málaleitan og kvaðst mundu leyfa 20 siðprúð- ustu námsmeyjunum að fara. Þetta var ekki sú lausn máls- ins, sem fulltrúi Hvanneyringa hafði hugsað sér besta og því vildi hann láta reyna frekar á samningaleiðina og spurði: Gætum við ekki heldur fengið tíu af hvorum? 14. tbl. 1981. Freyr 7-8/2004 - 65 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.