Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 6

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 6
Annáll Freys Landbúnaður og guðstrú Eiga landbúnaður og guðstrú eitthvað sameiginlegt? Svarið er já, landbúnaður og guðstrú eiga m.a. það sameiginlegt að velmeg- unar- og ofgnóttartímar eru þeim óhagstæðir. Hvað er þá það sem er sameigin- legt landbúnaði og guðstrú sem veldur því að þeim er velmegun og ofgnótt fólks óhagstæð? Svarið er að þau fullnægja hvor tveggja frum- þörfum sem eru augljósar þegar manneskjan er ekki sjálfri sér næg en falla auðveldlega í skugga þeg- ar líf leikur í lyndi. Þegar andlegum og líkamlegum þörfum manneskj- unnar er fullnægt er auðvelt að missa sjónar af hinu stóru lögmál- um lífsins og tilverunnar, m.a. þeim að manneskjan er aðeins litill hluti af því sigurverki, afkvæmi þess og háð uppruna sínum. Alkunna er að varla nokkurs staðar á byggðu bóli er til það samfélag manna að það eigi sér ekki einhvern átrúnað, þ.e. trú á að til séu æðri öfl en maðurinn sjálfur býr yfir, hugmyndir um hin hinstu rök o.þ.h. Einnig er kunnugt að þannig hefur það verið frá því maðurinn steig fram á sjónarsviðið sem lífvera. Undantekningar frá þessu er hvað helst að finna á síðari tímum. Nú á dögum má heyra að ýmsir telja guðstrú úrelta og óþarfa. Mað- urinn er herra jarðarinnar og lýtur einungis vilja sínum. Ýmsir lita þó svo á að þessi maður, sem skapað hefursjálfan sig, hafi í stað guðstrú- ar komið sér upp ýmiss konar gervi- guðum. Norskur háskólakennari í heimspeki, Arild Haaland að nafni, hefur orðað það þannig: „Maðurinn trúir á það sem er honum alvörumál”. Það getur ver- ið háleit hugsjón en það getur líka verið stöðutákn, svo sem gljá- fægður bíll, eða önnur efnisleg gæði. Þetta hefur verið orðað þannig að „þráðurinn að ofan” hafi slitnað, samanber kunna dæmi- sögu um könguló og vef hennar. Þegar rekunum er kastað við kristnar útfararathafnir, a.m.k. eins og þær fara fram hér á landi, mæl- ir presturinn: Af jörðu ertu kominn og til jarðar skaltu aftur hverfa. Þetta er góð náttúrufræði sem undirstrikar að vöxt sinn og viðhald sækir maðurinn, eins og aðrar líf- verur, til náttúrunnar í gegnum næringu. Án næringar, þ.e. fæðu, tekur líf fljótt enda. Þá starfsemi að afla fæðu köllum við fyrst og síðast landbúnað. Hann hefur verið ráð- andi við matvælaöflun síðan safn- ara- og hirðingjastigi í sögu mann- kyns lauk. Fæða úr sjó fullnægir aðeins litlum hluta, innan við 10% af fæðuþörf jarðarbúa í heild. Það að undirstöðuþörf manna er að afla sér matar veldur því að dýpra en flest annað I vitundarlífi fólks er að matvælaöflun þess sé trygg. Það vilja menn hvað síðast vera öðrum háðir um. Það er að- eins síðustu hálfa öld íslands- byggðar, af 1100 ára sögu þjóðar- innar, sem hungrið hefur ekki vof- að yfir, og sffellt berast fregnir af hungri í öðrum löndum. Þessi hálfrar aldar magafylli sem þróast hefur í meiri og meiri velmegun og ofgnótt, jafnvel sóun og bruðl með mat sem og önnur gæði lífsins, hefur staðið nægilega lengi til að upp er vaxin kynslóð sem litur smáum augum á það að tryggja þurfi matvælaöflun í land- inu. Þráðurinn til jarðar, jarðsam- bandið, hefur slitnað. Þessir menn trúa því að trygg matvælaöflun hafi verið uppgötvuð I eitt skipti fyrir öll, eins og upp- götvun Ijósaperunnar á sínum tíma. Nú sé því um að gera að drífa sig í að leggja niður margnið- urgreiddan landbúnað, sem kostar ríkissjóð og skattborgara stórfé, og kaupa í staðinn ódýr matvæli af of- framleiðslu erlendra þjóða, kasta fyrir róða verkkunnáttu í landinu í framleiðslu búvara, vélum, bygg- ingum og ræktun, og senda bænd- um og liði þeirra ávísun úr ríkis- sjóði af þeim gróða sem af þessu hlýst til að koma sér fyrir á nýjum stað við arðbær störf. Öll óskum við eftir góðu veðri en vitum þó að veður sveiflast, stund- um viðrar vel en stundum illa. ís- lenskt máltæki segir að fáir kunni sig í góðu veðri heiman að búa. Það dugar að vísu ekki öllum að minna þá á að klæða sig vel, sum- ir þurfa að verða loppnir sjálfir til að læra. M.E. Ritstjórnargrein, 8. tbl. 1989. Altalað á kaffistofunni Hví skal hika? Eftirfarandi vísa eftir Jón Jó- hannesson frá Skáleyjum barst nýlega inn á borð Freys: Burtu hviklát hverfa ský, hvi skal hika þegar stilltu bliki stjarna ný stafar ryk þíns vegar. 7. tbl. 1994. | 6 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.