Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 80

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 80
skammta á tún eftir seldum áburði og dró frá áætlað magn í garða, nýræktir og á úthaga. Niðurstaðan var sú að borið væri á 105 kg/ha af köfnunarefni eða 12% minna en ráðlagt var það ár, sama magn af fosfór og ráðlagt var og 16 kg/ha kalí sem var um 60% minna en ráðlagt var. Jóhannes Sigvalda- son gerði úttekt á áburðamotkun- inni árið 1994 og skrifaði: „ Upp úr 1960 er notkun köfnunarefnis- áburðar orðin rösk 100 kg N á ha og hefur haldist á því róli síðan. - Stuttu eftir 1960 var áburðamotk- un einstakra bænda orðin allmiklu meiri - jafnvel allt að 200 kg N á hektara. Niðurstaða tilrauna, sem sýndu lítinn uppskemauka fyrir svo stóra skammta og þar að auki meiri líkur á kali, var komið á framfæri við bændur og leiddi það til þess að þessari miklu áburðar- notkun var hætt og undanfarinn aldartjórðung hefur köfnunarefn- isnotkun verið nokkuð stöðug eða 100-120 kg/ha af köfnunarefhi.“ Jóhannes telur að notkun á fosfór á gömul tún sé óþarflega mikil. Um það sagði hann: „A öll tún 10 ára og eldri a.m.k., en þau em nú (1994) um 90% allra túna, ætti að bera á fosfór sem ekki er miklu meiri en það sem fjarlægt er með uppskeru. Þetta gæti verið við meðaluppskeru 12-15 kg P á ha.“ Vegna mismunandi skoðana á fos- fórþörf túna hafa verið allmiklar sveiflur á ráðlögðu fosfórmagni. Þegar Jóhannes Sigvaldason hóf störf á Norðurlandi árið 1964, var honum bent á tún sem spmttu mjög illa. Hann gerði athuganir á nokkr- um þessara túna og sá að uppskera jókst mikið ef brennisteinsáburður var notaður. Þetta varð til þess að bændur fóm að bera brennistein á tún, að minnsta kosti í þeim hémð- um þar sem úrkoma er að öðm jöfhu lítil. Með úrkomu hefur bor- ist töluverður brennisteinn úr verk- smiðjum í nálægum löndum. Arið 1924 var farið að gera til- raunir með hvenær best hentaði að bera tilbúinn áburð á og hafa síð- an verið gerðar um 80 slíkar til- raunir. Þetta er stöðugt viðfangs- efni tilraunastarfseminnar. I sam- ræmi við niðurstöður tilrauna hafa bændur aðallega borið tilbúinn áburð á að vorinu. Um miðja tutt- ugustu öld vom gerðar margar til- raunir með að bera á milli slátta. Niðurstöður vom misvísandi og virtust háðar mismunandi aðstæð- um. Bandariskur líffræðingur, Rac- hel Carson, skrifaði eina af kunn- ustu bókum tuttugustu aldarinnar, Annáll Freys Ávarp Stjórn Búnaðarfélags islands hefir ákveðið að þetta blað Freys verði gefið út til þess fyrst og fremst að hvetja bændur til þess að sýna fulla gætni, þegar þeir setja á hey sín í haust. Eðlilegt er að þeirri spurningu sé varpað fram: Er þessa nokkur þörf? Eru íslenzkir bændur ekki þess albúnir að mæta hvaða vetri sem er. Hafa þeir ekki nægan fóðurforða, þótt veturinn sýni sig í almætti sínu? Því miður verður að svara þessu neitandi. íslenzkir bændur eru um of berskjaldaðir í þessu efni. Höfuð- skylda hvers bónda, bændastéttarinnar sem heildar og þjóðfélagsins alls, er að tryggja búféð gegn fóðurskorti og vanfóðrun. Búnaðarfélag Islands telur að svo sé enn áfátt í þessu efni, að mikil þörf sé að áminna bændur rækilega nú í haust um fulla gætni í þessum efnum. Þorvaldur Thoroddsen hefir í riti sínu “Árferði á íslandi í þúsund ár” dregið saman það, sem vitað verður um árferði, afkomu búpenings o.fl., frá því að land byggðist og til loka 19. aldar. Þessi árferðisannáll færir ómótmælanleg rök að því, að til loka 19. aldar mátti það því nærteljastárlegurvið- burður að fjárfellir yrði í einhverjum héruöum landsins. í hörðustu vetrum féll búfé meira og minna um allt land, en í flestum árum féll fénaður í einhverjum héruðum. Hvernig er svo ástatt í þessum efnum þau hartnær 40 ár, sem af eru 20. öldinni? Sú saga skal ekki rakin hér. En það er alkunna, og vita allir, sem nokkuð hafa fylgzt með þessu, að stórfelldur fóðurskortur hefir orðið oft þennan tíma. Nægir í því efni að nefna ár eins og 1906, 1910, 1914, 1920, 1926 og 1936 og fleiri ár mætti nefna, þar sem vanfóðrunar- og fóðurskorts hefir gætt. Árferði frá aldamótum til 1920 var sæmilega hagstætt, þótt allmörg hörð ár kæmu öðru hvoru, en veruleg hafísár voru fá. En frá 1920 verður að teljast samfelldur góðæriskafli. Hafís hefir tæplega gert vart við sig. Vetur hafa flestir verið snjólitlir. Að vísu hafa komið snjóþungir vetur i sumum héruðum eins og 1926 og 1936 og sumarveðrátta stund- um verið óþerrisöm, en þrátt fyrir að, verður þessi 20 ára kafli að teljast einmunagóður og það svo, að sennilega er það einhver bezti góðæriskafli, hvað tíðarfar snertir, sem yfir þetta land hefir komið síðan byggð hófst. Árferðisannálar sýna, að góöæris- og harðæriskaflar hafa skipst á, allt frá því að við höfum sagnir af. Einn góð- viðriskaflinn stendur nú yfir. Hann er þegarorðinn alllang- ur. Áður en varir geta umskiptin komiö. - Lurkur, Píningur og aðrir frægir fellivetrar geta gengið aftur, þegar minnst varir. Þolum við átök þeirra betur en forfeður okkar gerðu. Ef til vill að einhverju leyti, en alls ekki svo, að við séum á neinn hátt færir um að mæta þeim. Að vísu mun nú í lengstu lög verða forðað frá því að fénaður falli. En það getur orðið svo dýrt, að það sé fjár- hagsleg ofraun, jafnt einstaklinga sem rikis. Nægir í því efni að minna á veturinn 1920. Þá urðu margir bændur að kosta svo miklu til fóðurbætiskaupa, að þeir hafa ekki enn beðið þess bæturfjárhagslega. Þótt ríkissjóður kunni að hlaupa undir bagga og bjarga, ef í nauðir rekur eins og 1936, þá er það neyðarúrræði, sem má alls ekki grípa til nema i allra ýtrustu neyð. Bændur eiga að hafa þann metnað, að vera sjálfbjarga í þessum efnum, eftir því sem frekast er hægt. Steingr. Steinþórsson. Freyr 1939, bls. 145-147. | 80 - Freyr 7-8/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.