Freyr

Årgang

Freyr - 01.10.2004, Side 74

Freyr - 01.10.2004, Side 74
Magnús Ellertsson og Gyða Jónsdóttlr vlgta uppskeru aftllraunum á túnlnu á Hvanneyri. (Ljósm. M. Ó. 1961). af þessum efnum voru hættuleg heilsu manna og dýra og voru fljótlega bönnuð. Notkun örgres- isefna á nýræktir og tún hefur ver- ið mjög lítil á Islandi. Undir lok 20. aldar tóku litlar áttfætlur, sem hlutu nafiiið túnm- ítlar, að skemma túngrös á norð- anverðu landinu. I sumum tilfell- um hefur þeim verið eytt með vægu eiturefni. Dreifing áburðar Vinnubrögð við dreifmgu bú- ljáráburðar breyttust upp úr alda- mótunum 1900. Taðkláfar og taðkvamir viku smám saman fyrir hestvögnum og forarámum. Bú- Ijáráburður var fluttur í hestvögn- um út á tún og hvolft þar í eitt hlass. Ur mykjuhlassinu var síðan dreift með kvísl. Ef þvagi kúa var safnað í þvaggryfju var því dælt úr gryfjunni í hesttengda forarámu með dreifara. Mykjunni - saur og þvagi - var og er safnað í haughús, oftar en ekki ásamt vatni. Árið 1921 var fluttur til landsins fyrsti hest- tengdi mykjudreifarinn og eftir stríðið 1945 var farið að kaupa til landsins mykjudreifara fýrir drátt- arvélar. Guðmundur Jóhannesson, ráðsmaður á Hvanneyri, fann upp mykjudreifara, sem bæði tók Annáll Freys Tíðarfarið 1917 - 1918 1917: Október: Skifti algerlega um tíð með byrjun mán. Kom þegar í fyrstu hríðunum afarmikil fönn og ófærð, svo ill- fært var um jörðina með fje og hesta. Meiri og minni hríð var í 15 daga í mán. Var tíðin svo köld og hríðasöm að gamlir menn mundu ei aðra eins á þeim tíma árs. Nóvember: Sama ótíð og i okt. og hríðar að jafnaði. Bætti stöðugt við snjógadd. í iok mán. var kominn afar- mikill snjór, svo að heita mátti sljett yfir alt, og mjög jarð- lítið fyrir fjenað sökum fanndýptar og áfreða. Farið víða að taka inn fleiri og færri hross. Desember: Svipuð tíð og i nóv., áframhaldandi sífeld- ar hríðar; oft talsvert mikið frost. í þessum mán. snemma var sumstaðar búið að taka inn öll hross. Dagana milli jóla og nýárs oftast gott og suma daga þýtt. En gaddur þá orðinn svo mikill norðanlands að varla sá högg á vatni, og kom engin jörð upp að heitið gæti. 1918: Janúar: Mjög köld tíð og oft hríðar; bætti stöðugt við snjógaddinn. Vegna smáblóta var alt komið í gadd og svell, og með öllu jarðlaust víðast. Febrúar: Svipuð tíð og í janúar, en að jafnaði heldur frostminna, þó jók á svellgaddinn talsvert. - Sumir orðnir mjög heytæpir og farnir að koma fyrir fje. Mars: Óstilt tíð og umhleypingar. Nokkra daga þýða 22. og 23. losaði um ísinn á fjörðunum inn af Húnaflóa, og víðar þ. 26. 27. og 29. norðan hríð. Apríl: Fremur óstilt tíð fyrri hluta mánaðarins, en eigi mjög mikið frost að jafnaði. - Norðanhríð 5 daga í mán- uðinum alls. Eftir þann 16. skifti alveg um tíðina. Baldvin Eggertsson Helguhvammi. Freyr 1919, bls. 117-118. 174 - Freyr 7-8/2004

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.