Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 36

Freyr - 01.10.2004, Blaðsíða 36
til að mæta þeirri þörf sem upp var komin; til þess voru afköstin of lítil. Nokkrar tilraunir höfðu að sönnu verið gerðar með vél- dregna kílplóga, sem sumar þóttu lofa góðu. Þá má hreint ekki gleyma því að árið 1919 var keypt skurðgrafa til þess að grafa aðalskurð Skeiðaáveitunn- ar. Hún vann síðar að Flóaáveit- unni, en áveitur þessar eru lík- lega áhrifamestu einstöku rækt- unaraðgerðir Islandssögunnar. Sumarið 1942 kom hins vegar til mýranna vél sem átti eftir að breyta viðhorfum bænda til framræslu og raunar ásýnd sveit- anna svo um munaði: Frá Nýja íslandi bárust fregnir af góðri reynslu af skurðgröfum með dragskóflu. Menn fýsti að reyna þessa tækni í mýrum gamla landsins, en stríðsátök og gjald- eyrisskortur töfðu gerðir. En úr rættist með gjaldeyrinn og þann 1. júlí árið 1942 hóf fyrsta skurð- grafan störf. Tilraunin var gerð í Garðaflóa við Akranes og vann grafan á vegum Verkfæranefndar, rikisskipaðrar nefndar, sbr. lög nr. 64/1940, er hafði það hlutverk „að reyna ný verkfæri og breytingar á eldri verkfærum”... Nefndin hafði hlutast til um ýmsar prófanir á verkfærum og tilraunir með þau. Nefndarmenn, sem um þetta leyti voru þeir Ami G. Eylands, for- maður, Pálmi Einarsson og Run- ólfur Sveinsson. Verkfæranefnd átti stóran hlut í landnámi skurð- gröfunnar og á hennar vegum störfuðu skurðgröfúmar næstu ár- in. Önnur grafa kom sama árið og hóf störf i Eyjafírði. Ekki höfðu skurðgröfurnar tvær lengi malað og ræst fram mýrar á Vesturlandi og við Eyja- íjörð er verkbeiðnum tók að rigna yfír Verkfæranefnd: Fram- ræsluþörfm reyndist vera gríðar- lega mikil og bændur bundu miklar vonir við hina stórvirku framræsluvél. Hinir nýju skurðir vom sem jarðföll samanborið við gömlu handgröfnu skurðina og upp úr þeim komu fím jarðvegsgraftar sem koma varð fyrir í haugaröst- um á bökkum skurðanna. Finna þurfti ráð til þess að vinna á skurðruðningunum, sem svo vom þá kallaðir: ...„vonlaust verk má það heita að ætla að gera það með handafli, og seinlegt jafnvel með hestafli.” Ymsum virðist hafa sollið móður að fínna lausn á verkefninu. Þar sem hér voru að gerast stór tíðindi verður ekki vikist undan því að auka nákvæmni frásagn- arinnar. Verkfæranefnd hélt ann- an fund sinn 12. nóvember 1942 og um hann segir m.a. í fundar- gerð: „I sambandi viö útvegun á skurð- gröfunum hefur Grœnmetisverzlun ríkisins ennfremur pantað dráttarvjel á skriðbeltum ... meðþað jyrir augum [að] nota hana til að dreifa ruðningi úr skurðum og jafna land þar sem skurðgröfur eru notaðar við fram- rœslu. ” Þama er verið að lýsa gerðum hlut því dag einn um göngur haustið 1942, nánar tiltekið 26. september, hafði Ami G. Eylands, formaður Verkfæranefndar, en þá einnig starfsmaður Grænmetis- verzlunar ríkisins, sent skeyti vestur um haf þar sem hann pant- aði eina beltavél með ýtutönn, rafstarti, ekilshúsi ofl. I búnaðar- blaðinu Frey var svo um mitt sumar 1943 greint frá því að Verk- færanefnd hafi fest kaup á dráttar- vél, 46 hestafla ... „útbúin með ýtu, svipað og veghef- ili, er vélin til þess œtluð að nota hana til þess að dreifa ruðningum frá skurðum, sem grafnir eru með skurð- gröfu. Einnig verður gerð tilraun með að jafna ruðninga með vélinni, svo hœgt sé að malbera þá sem rœktunar- vegi, ”... Og ennfremur: „Bóndi einn á Suðurlandsundir- lendinu kaupir sams konar vél með sama útbúningi og œtlar að gera til- raun með að hefla þúfurnar af áveitu- engjunum í Flóanum, þar sem gisþýft er. Auk þess notar hann vélina að sjálfsögóu við venjulega jarð- vinnslu. ” Þá sem nú íylgdust menn eftir getu með erlendum nýmælum, er verða mættu til framfara. Hinn ónefndi bóndi Freys á Suðurlands- undirlendinu var að öllum líkindum Sigfús Þ. Öfjörð jarðræktarmaður í Votmúla-Norðurkoti í Flóa, býli sem hann síðar nefndi Lækjamót. Hann hafði um árabil unnið á rækt- unarvélum þar í byggðum. Annáll Freys Gufu- og mótorplógar Plæging með gufuafli hefir verið reynd og tíðkuð meir og minna í heiminum í full 30 ár. En nú eru mótorplógar og rafurmagnsplógar komnir til sögunnar og ryðja sér óð- um til rúms. í prússneska ríkinu eru nú notaðir um 1200 gufuplóg- ar. Plóg-gufuvél, 11 hestafla, vegur 3500 kg eða 320 kg á hvert hestafl. Plóg-mótorar eru ekki svipað því eins þungir, og þar af 136 - Freyr 7-8/2004 leiðandi þægilegri og notabetri í öllum meðförum. - Þeir léttustu vega um 100 kg. á hvert hestafl til jafnaðar. Sennilega mun það eiga nokkuð langt í land, að hing- að flytjist mótorplógar, og að hér veðri plægt með þeim tilfæringum. Jarðræktin hér á landi er enn í svo litlum stíl, að eigi mundi svara kostnaði að nota þessar stórgerðu verkvélar. - En hver veit nema sá tími komi fyr en marg- ur hyggur, að hér verði farið að plægja með mótorplóg- um. Ekki gott að segja fyrir um það hvað framtíðin ber í skauti sínu. S.S. Freyr 1914, bls. 15-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.