Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 3
Œtmarit
Þjóðrœknisfélags Islendinga.
X. ÁRGANGUR
Tilgangur félagsins er:
1. Að stuðla að því af fremsta megni, að íslendingar megi verða sem
beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.
2. Að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu milli íslendinga austan hafs og vestan.
Þetta er sá félagsskapur meðal íslendinga í Vesturheimi, er aðallega
byggir á þjóðernislegum grundvelli, á svipaðan hátt og ýms þjóðernis-
félög hér í álfu, svo sem “The United Scottish”, “Sons of England” o.fl.
Hver einasti ís'lendingur í þessu landi ætti að vera í félaginu. Árs-
gjald fyrir fullorðna $1.00, unglinga frá 10 til 18 ára 25 cent, barna
innan 10 ára aldurs 10 cent. Hver skilvís félagsmaður, er greiðir $1.00
árstillag, fær Tímaritið ókeypis.
Markmið félagsins er, að vinna að framförum og samheldni meðal
íslendinga hér í álfu, og að hjállpa til þess, að unglingum gefist kostur
á að læra íslenzku, eftir iþví sem ástæður foreldranna kunna að leyfa.
Allar upplýsingar um félagið veitir “Félagsstjórnin” og má skrifa
til hennar. Inngangseyrir og ársgjöld sendist “Fjármálaritara”, en
áskriftargjald að Tímaritinu “Skjalaverði”.
Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi.
Winnipeg, Manitoba.
JAMIESON » BROWN
LIMiTED
i
General Insurance Agents
Fire and Automobile
201 McArthúr Bldg-. - WINNIPEG, Man.
Phone 23 828
BmtsbóFa|afnid
á öFurcvii.