Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 5
AUGLÝSINGAR
3
Manitoba
Býður Islendinga velkomna
Þúsundir Islendinga hafa komist vel áfram í Manitoba, enda
liefir fylkið mörg hlunnindi að bjóða íslenzkum innflytjendum.
AKURYRKJA
Akuryrkja i Manitoba er reist á
traustum grundvelli. Jarðvegurinn er
frjór og góSar bújarSir ódýrar. MeSal
jarðar afurSa er að telja, hveiti, hafra
bygg, rúg, hör, kartöflur, rœtur, gul-
rófur, næpur, mais, alfalfa, smára og
allskonar grastegundir. Kvikfjárrækt
fer stöðugt vaxandi. Mjólkur búskap-
ur, fuglarækt og hunangsrækt vex með
ári hverju. Hvarvetna eru ágætir mat-
urtagarðar. Samlagssala allra búsaf-
urða alment tíðkuð. í Winnipeg eru
voldugar markaðsréttir og stærðar
sláturhús, risavaxnar hveiti- og hafra-
mjöls myllur, auk margskonar iðnaðar
er skapar markað fyrir sveita-afurðir.
Manitoba fylki á sjálft yfir 25,000 ekr-
ur af ágætu búlandi, er það býður með
lágu verði og góðum sölu -skilmálum.
ÖNNUR GÆÐI
Dýrindis námur liafa fundist og
náma iðnaður sprottið upp í Mani-
toba á siðari árum. Pó eru víðlend
námahéruð, er enn er ekki farið að
snerta við. Nýjar járnbrautir verða
lagðar inn i helztu námahéruðin á næstu
árum. Auk þess framleiðir fylkið mik-
ið af byggingagrjóti, leir og tígulstein-
um, gyps og öðru efni, er til bygginga
er notað. pá er timbur til sögunar,
pappírsgerðar og eldiviðar nær óþrjót-
andi. Piski iðnaður á stórvötnum
Manitoba er stórkostlegur og að mestu
leyti I höndum íslendinga. Rafafls-
framleiðsla frá vatnsorku I fossum og
fljótum er afar vlðtæk orðin, og raf-
afl er ódýrara til iðnaðar og heimilis-
nota I Winnipeg en I nokkurri annari
borg I Ameríku.
DÍFSSKILYRÐI OG pÆGINDI
Hvarvetna eru góðir skólar I sveit-
um, ágætur háskóli, skamt er til járn-
brauta, nýjar akbrautir um alt, svo
ferðast má I bifreiðum hvert, sem vill.
Slmar og öll nútíðar þægindi I öllum
héruðum og skilyrði fullkomin fyrir
félagslífi og þjóðarmenningu.
Maiiitoba er gott land að búa í, tryggnr staður til að ávaxta
fé sitt í og allir fylkisbúar bjóða. alla heilbrigða, iðjusama og
siðsama menn og’ konur velkomna, til veru og bústaðar á meðal
sín og til að njóta framtíðarinnar með sér.
HON. A. PREFONTAINE,
Báðgjafi Landbúnaðar
og Innflutninga
HON. JOHN BRACKEN,
Forsætisráðherra og
Fjármála Báðgjafi