Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 39
Hildiríðarsynir
—Þáttur úr Egils sögu.—
Saga Eg'ils segir frá því,
Samtíðin þótt gangi lijá því,
Haraldur er liauður vann:
Fársmenn, slægir frillusynir,
Fyrstu gerðust kóngsins vinir,—
Rægðu Þórólf, ræmdan mann.
Allra manna vænstur var hann,
Vinarþel til konungs bar hann;
Stórættaður, gildur, gegn.
Rómur vami í ræsis nafni,
Ríkismerkið bar í stafni,—
Engan trúrri átt’ ‘ann þegn.
II.
Hildiríðarsynir sóru:
Svikráð kóngi búin voru
Veizlu er gylfi að Þórólfs þá.
Kváðu Þórólf konung véla,
Kóngstigii girnast, sköttum stela,
Ala bændum uppreist hjá.
Rógsmál aldrei var til verra,
Vondum mönnum trúði herra,—
Hatur lagði á hollan vin.
Iláreki og Hrærek’ treysti,—
Hilmir þá til valda reisti
Hildiríðar hrekkvíst kyn.
III.
Sonur Kveldúlfs sat að drykkju,
Sinti fátt um konungs þykkju,
Fararmungát sveit er saup.--------
Haraldur tók inís að kveldi,
Hetjan, fyrir sverði og eldi
Dauð á fætur konungs kraup. ,