Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 40
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Afarkosti enga þá liann
Úti þegar kóngvs lið sá hann,—
Nauðungar var synjað sætt.
JManndóm láta, en fjör og frelsi
Fá af náð, með konungs lielsi,
Það v a r ekki í Þórólfs ætt.
IV.
Kónga er umbun einskis virði,—
Óvígan í Hafursfirði,
Segir Þórólfs sagan merk.
Höldur bezti á hreysti öldum
Hné þó fyrir rógi köldum,—
—Nóg er um andans níðings verk.
Alt hið versta í eðli manna
Eigingirni stórbokkanna
Magnar, gerir manninn þý.
Þegar fégirnd föntum ræður,
Fjandinn sjálfur vítis glæður
Blygðast sín að blása í.
Til var nóg af tyllisökum,
Tál og rógur gylfa spökum
Breytti’ í ge.igþý, grimman mann.
Enn—nieð gnægð af ílugu fréttum,
Fjárplóg, rógi, lygum,. prettum,
Egnt er fyrir almúgann.
V.
Norrænn þáttur—Þórólfs bani,
Þrællundaður slægðarvani,
Aldrei síðan út af dó.—
Hrakmenni,—í liugum lýða—
Hildiríðarsynir,—víða
Fara enn með fornan róg.
Islendingum—Egils kyni,
Afturgengna frillusyni
Veit eg fjörráð ætla enn.
Rögn þeir smá, en ræsi tæla,
Rægsla kænna mammons þræla
Fella beztu mál og menn.
Jónas A. Sigurðsson.