Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 41
Um Vœringja, Rússa og íslenzk fossa-
nöfn í Rússlandi.
Eftir Pál Bjarnarson.
Lang'æð sundurþykkja liefir
staðið uni þjóðalieiti þessi milli
hinna veglegustu sérfræðinga og
miklu meiri ræða flotið um þau af
þeirra liálfu, en eg kann frá að
segja. Sundurþykkjuna þarf menn
heldur ekki að furða; því að það,
sem mönnum lízt um lieitin, ræður
niestu um ]>að, liverri þjóð menn
kenna þann frama, að hafa komið
fótum undir Rússaríki, stórveldið
mikla, sem fyrrum bar ægishjálm
yfir austlægri Evrópu og nú er
mestur viðbjóður amerískum bur-
geisum fyr.ir alþýðuánauð og
kvennréttarspell. Það var lengi
lialdið, að Norðmenn liefðu stofn-
að Rússaríki, þangað til að slaf-
neskir sérfræðingar tóku að bera
brigður á það undir og' sakir tíma-
mótanna, er í hönd fóru. Svo seg-
ir í annál Nestors, Kænugarðs-
múnks, að Slafar liafi gert menn
til Varangi og- beðið þá koma og
stjórna sér og þá liafi Rússar far-
ið til þeirra og stofnað með þeim
ríki í Novgorod. Það var árið
862, að talið er, og 1862 var þús-
undára afmæli ríkisins lialdið á
Rússlandi og veglegur minnis-
varði reistur í Novgorod til minn-
ingar um það: Steinriðs stöpull
mikill og liár og ofan á honum
knöttur mikill, umhorfinn alls kon-
ar líkneskjum jartegnandi ýmis-
leg atriði ríkisins. Hinir slaf-
nesku fræðimenn héldu því fram,
að átt væri við Slafa, eða Finna
eða þá Khasarska menn með heit-
unum Varangi og Rússar í forn-
ritum og að þeir hefðu fyrstir
komið Slöfum í stjórnskipulegan
félagsskap. En gamla haldið
skorti heldur ekki formælendur og
fyrir löngTi er sundurþykkjan nú
niður kveðin einkanlega af þeim
sagnfi-æðingunum E. Kunod og’
Pogodin á þá leið, að Rússaríki
hafi í fyrstunni verið stofnað af
Norðmönnum, og' smiðshögg'ið á
þá niðurstöðu rak hinn alkunni
danski orðtengðafræðingur,. Vil-
hebn Thomsen, með riti sínu: The
Relation between Ancient Russia
and Scandinavia and the Origin
of tlie Russian state (Samhengið
milli Rússlands forna og Norð-
urlanda og uppruni Rússaríkis).
Niðurstaða þessara fræðimanna
kemur og prýðilega heim við ís-
lenzk fornrit. Það er kunnugt af
þeim, að Norðmenn herjuðu bæði
í Vesturveg og Austurveg. í
Vesturveg lauk víkingunni með
því, að Norðmenn brutust þar til
landa og bólfestu og austurvíking-
ingin fór vitaskuld á sömu leið.
Sá hét Rurik (Hrærekr), er fyrst
ur gerðist konungur í héruðunum
suður af Kyrjálabotnum, reisti
Hólmgarð við Novgorod og hafði
aðsetur þar; en suður í landi brut-
ust þeir Askold og Dir (Iiöskuld-
ur og Þér) til ríkis og liöfðu að-