Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 43
UM ÍSLENZK FOSSANÖFN Á RÚSSLANDI
9
til, að eigna. Eddurnar Norskum,
þótt alkunna sé, að Islendingar,
einir allra Norðmanna, gerðu
tungTina bókmál og rík sögurök
séu til, bæði af liálfu Islendinga
og Norskra, um það, að Noregur
myndi hafa reynst jafnauður forn-
skjölum tungunnar og hin löndin,
Danmörk og Svíþjóð, nema fyrir
viðskiftin milli lians og íslands.
Séra H. H. Milman, sá sem bjó
undir endurútgáfu hið orðlagða
sög-urit Játvarðar Gibbons, Tlie
decline and fall of tlie Roman Em-
pire, og jók athugagreinum og
viðbótum núlegs sögurannsaks,
fer svofeldum orðum um ágrein-
inginn um stofnan Rússaríkis í X.
bd. ritsins viðb. 8: “ Enginn al-
minnileg'ur rvnir efar nú það, að
Rússar þeir voru af Norðuiianda
kyni eða norrænir, sem settu á
stofn ríki í Novgorod og Kiew,
lögðu slafneskar þjóðir undir sig
og komu þeirn í stjórnskipulegi
ríki—sem í stuttu máli að segja
bjuggu til Rússaríki. Því er ó-
þarfi að fara með þetta framar
sem nokkurt vafamál, þótt enn séu
til “and-norðmenn” í Rússlandi;
nægir að drepa á helztu vitnin.
Yitnisburður þeirra er ósligandi
í rauninni, nema ósligandi ein-
þykkni.” Svo vísar liann stutt-
lega á helztu heimildirnar undir
4 töluliðum.
Þótt nú niðurstaðan standi stöð-
ug og óhagganleg, eins og liún er
stödd af fyrgreindum ágætis •
mönnum og öðrum sérfræðingum,
að Norðmenn hafi sett Rússaríki
á stofn, þá er samt hægt að bæta
um sum málfræðileg rök, sem sér-
fræðingarnir fara með til með-
lialds niðurstöðu sinni. Það má
rétta þau svo, að þau beri niður-
stöðu þeirra enn betur uppi. Það
er nú fyrst Yarangi, Yaragi eða
Yarasi, því nafnið er stafseti
ýmslega í fornritum, vitaskuld
sarna og Væringjar á íslenzku.
Það seg’ja þeir og, .en þeir láta
það merkja eiginlega bandamenn
(faederati) og síðan Norðmenn,
samkvæmt séra H. H. Milman á
þessa leið: “Myndan Væringja-
sveitarinnar í Miklagarði og inn-
taka annarra þýðverskra þjóða
(Dana, Engla, o. s. frv.) í hana
færðu merkingu Væringja út úr
upphaflegum ummerkjum til
Níorðmanna eða norrænna manna.”
Skýring Milmans er ofboð áheyri-
leg nema fyrir það, að íslenzk
tunga býður mönnum nokkurn
ugg á því, að Væringjar merki
eig. bandamenn. Orðið hefir ver-
ið rakið til Vár, eiða og einkamála
gyðja, eins og Milman drepur á,
af þjýskum orðtengðafræðing’um
og sú ættfærsla gengur síðan staf-
laust með norrænufræðingum. En
rakningin er hæpin og margt má
færa í Islenzku fram til að styðja
það, að Væringjar merki eig.
Norðlingar eða Norðmenn blátt. á
fram. Hvað merkir Norðr ?
1 A. Torps, nýnorsku orð-
tengðaorðabók er norðr skýrt eða
rakið á þessa leið: “Nord, gno.
norðr, í forskeytum líka norð-,
sænsk, norr.....,....German. *nur-
þ(r)a, idg. #nrto, *nrtro, mynd-
að með áttar atviksorða miðstigs
viðskeytum *-to, *tro við rót
(e)ner, niðri (grísk. nerþen, neð-
an); af því grísk. eneroi, þeir
neðanjarðar; enerteros, neðri;