Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 51
Höfðingsháttur
í ræðu riti og athöfn
Eftir GuOmund Friðjónsson.
Lýðmentun og lýðræði eru nú
gerð að keppikeflum í flestum
löndum. Sú bumba er bar.in, að
höfðatalan eigi að ráða. Það er
látið í veðri vaka, að þúfnakollarn-
ir eigi að ráða yfir Herðibreið,
Heklu og Hvítserk. Þeim mönn-
um f jölgar, seni kalla mætti sendi-
bréfsfæra og slíkt liið sama þeim,
sem sprænt geta frá sér orðabunu
á mannamótum. Yfirborðsþelck-
ingin færir út kvíarnar, þvílíkt
sem uxaliúð Ivars beinlausa forð-
um tíð. En vöxtur og viðgangur
sannrar djúphyggju situr á hak-
anum. Einn og einn djúphyggju-
maður býr eða dvelur úti í horni
þeirrar veraldar, sem lætur móð-
an mása og lætur sér fátt um finn-
ast alltsaman, óðagotið og málróf-
ið. Þeir eiga þann úrkostinn
helstan að tala við sjálfa sig, í
einrúmi, eða þá hálfum hljóðum.
Þá dreymir um, þegar bezt gerir,
að þeir kunni að eiga orðastað í
öldinni, sem kemur. En þá sálu-
hjálp munu fáir hljóta, því flest-
um verður stjakað ú't í myrkur
gleymsku og þagnar.
Mér brá í brún, hálft í hvoru,
síðastl. vetur við ummæli frum-
vaxta konu, sem eg ræddi v.ið í
höfuðstaðnum um bókmentir.
Hún er skáldmælt og skýr, að því
leyti af betri endanum, og vinnur
skrifs'tofuverk. “Við, sem sitj-
um alla daga í iskrifstofunum verð-
um slepjuleg og þreytt, hálfsljó,
og viljum á kveldin hafa léttmeti
handa sálunni, eitthvað, sem hvíl-
ir hugann, eða að m. lc. eykur ekki
við þreytuna. Þungar og langar
r.itgerðir og örðug kvæði lá'tum
við fara framhjá okkur, eða liætt-
um við þessháttar efni liálflesin.
Við förum heldur á kaff.ihús eða
kvikmyndaskála eða í leikhúsið,
eða á dansfund”—
Þarna fekk eg sönnun þess, er
mig liafði lengi grunað og vakið
hafði mér kvíðbog’a bæð.i um liá-
degi og í ljósaskiftum: að þrátt
fyrir aukna lýðmenntun og marg-
faldan aðgang að fræðslu, eru
höfuðkúpur þorra manna að tæm-
ast, fremur en fyllast, af skyn-
samlegu viti. Iirað.i lífsins, sem
menningunni fylgir, skapar grunn-
ýðgi eða veitir henni að m. k.
Ímndleiðslu ogi brautargengi. Störf
sem keimlík eru þeim, er vélarn-
ar geta afkastað, halda aftur af
frumlegr.i vitsku og a'thygli, og
þráin sú, sem stendur á stiklunum
yfir því að komast að léttu vel
launuðu starfi eða inn á svið
gróðabragða, hún bindur sjaldn-
ast á herðar mannsins birði mann-
vitsins. Sá, sem leitar fast eftir
uppgripa fé, eða nafnbótum, fer á
mis við hitt, að kafa eftir dýrind-
isperlum.
Þess er að vænta, að þorri
manna haldi sér við láglendi. E]i