Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 52
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þeir, sem ætla sér í fyrrúmin, ættu
að temja sér höfð.ingsháttinn, áð-
ur en þeir klæðast skikkju for-
kólfanna. Þessháttar fyrirháta.
er liægt að finna í frásögum lið-
inna alda, og því er nú það, að
skammlaust er og jafnvel sæmi-
legt að horfa um öxl, oftar en
sjaldnar.
Eætur mannvitsins eru í landi
lífsreynslunnar. Rosknir menn,
sem enn lifa, í orðum sínum að m.
lc., liafa til brunns að hera þau
vi'tsmunadýrindi, sem lýsa eins
og geilsa-málmur í hálfrökkri ald-
anna, frá kynslóð til kynslóðar.
Mestu gáfumenn og ritsnillingar,
t. d. Carlyle seildist til liðins tíma,
þegar þörf var á fyrirmyndum til
ábendingar. Iiann ritaði jafnvel
mikla hók um áhóta einn, er lifað
lmfði forðum daga, stórmenni að
ráðríki og1 lærdómi. Þennan skör-
ung liafði hann að ljóstri á tím-
ann—mennina, sem höfundinum
voru samtíða. Mér verða því
dæmi góðra greppa, þegar eg
seilist til fornmanns. eftir dæmum
orðsnildar og mannvits. Eg velki
ekki fyrir mér áttirnar, vel nor-
rænar fyrirmyndir fyrst og
fremst, og er þá Islendingnum
bent þangað, sem liann á upplönd
kynkvíslar sinnar og jarðveg aött-
hálksins. Hvert ætti að renna liug-
sjónum, ef ekki þangað, þegar vér
viljum láta oss dreyma með opn-
um sjónum.
Það er þá upphaf tilvitnana
minna, að eg opna Konnngsskugg-
sjá og spyr hana um mannvit.
Svarið er ljóst og skilmerkilegt,
þó í líkingu sé: “Mannvit er með
mörgum hát'tum, því að það stend-
ur á margkvísluðum rótum og vex
af mannvitsrótum hinn sterkasti
stólpi, er vera má og kvíslast síð-
an með stórum greinum og marg-
földum limum og meður misjöfn-
um kvistafjölda, og eru þeir fleiri
(menn) er smávendi liljóta af
mannvitskvistum, heldur en stór-
ar greinar. Sumir hljóta ina
smæztu kvisti, en sumir eigi nema
lauf eitt. En fáir eru þeir, er með
öllu hljóta ekki.”
Þessi einkennilegu ummæli virð-
ast gera ráð fyrir því, að mannvit
ið sé vögg-ugjöf eða erfðafé. Ef
svo væri einungis og skilyrðislaust
myndi eigi tjá að seilast til þess-
ara gæða eða biðja um þau. Ef
vitskan kæini yfir mann eins og
dúfa af himni, myndi lítið stoða
að renna bænaraugum upp til
hæða eftir þeirri náðargjöf. Por-
sjónin mundi verða þykkeyrð og
skamta þessi gæði eftir liugþótta
sínum. En höfundur Konungs-
skuggsjár slær varnagla við því,
að viskan öll komi ofan að yfir
mennina. Hann bætir við þess-
um orðum: ‘ ‘ Sa, er mjög vill elska
þennan auð og örlega veita., þá
hlýtur lmnn mikið af, því að þessi
auðæfi liafa þá náttúru, að þau
dragast þeim mest til lianda, er
mest elskar þau. Og ef menn
kynni rétt að’ meta ]æssi auðæfi
eftir réttindum, þá myndi svo sýn-
ast hvorttveggja gull og silfur
scm það væri ryð eða mold eða
a.ska., hjá þessum auðæfum. Og
sá er eignast vill þessi auðæfi, þá
skal hann það upphaf að hafa að
elska almáttugan guð umfram
hvervetna.”
Það er eigi kynlegt að höfðings-