Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 53
HÖFÐINGSHÁTTUR
19
bragur er á höfundi Konungs-
skugg'sjár, er hann ræðir um stofn
og greinar og lauf mannvitsins.
Hann hefir setið við Mímisbrunn
Norrænunnar, og við Urðarbrunn
undir aski Yggdrasils, lilýtt á
ljóðspeki Hávamála og setið við
langeldaiia á kveldin og horft inn
í þau ljósaskiftin, sem forneskja
og saga 'kveikja á milli síp. Hann
hefir vald á máttugu en þó lík-
ingaauðug’u máli og “hann finn-
ur hitann í sjálfum sér og sjálfs
sín kraft til að standa mót” ys
og þys þeirn, er múgamergðin vek-
ur og magnar, þegar henni er hó-
að saman með kvikandi örvaboði
flokkadráttarins og1 snakillskunn-
ar.
Höfundur Konungsskuggsjár tel-
ur elskuna til lifanda guðs undir-
rót vitskunnar. Vér, sem höfum
barist við það langa ævi, að ná í
klæðafald drottins, eða þá í einn
lítinn mola af borðum þess góða
húsbónda, sem hefur að lokum í
boði sínu lítillátu spekingana—
vér stöndum þannig að vígi, að á
oss renna tvær grímur frammi
fyrir höfundi Konungsskuggsjár.
Vér þykjumst liafa mannvitið úr
stærðfræði, eðlisfræði, málfræði
o. s. frv. En þó mun flestum fara
svo að leiðarlokum, að þeir kjósa
sér það hlutskiftið að ástúðin loki
augunum—veiti þeim nábjargirn-
ar. Sjálfbirgingshátturinn verður
ekki úrræðagóður þegar áherðir.
Mér kemur í hug’ skáldleg1 og höfð-
ingleg frásögn í ræðum Jóns
Bjarnasonar kennimanns í Vín-
lhndi: Norðurfari var á leið til
heimskautsins og hvataði norður á
bóginn, með því föruneyti og far-
artækjum, er hann átti völ á. Ilann
mældi og stikaði eftir dagleiðum,
og taldi sig á 'hverju kveldi hafa
áunnið drjúgan spöl. Þó liafði
hann ekki þokast þumlung né
spönn að takmarki sínu. Hvað
var það, sem vilti honum svn?
manni, sem kunni stærðfræði og
aðra veraldarspeki. Honum
skjátlaði af því hann var á valdi
dularafla máttugra. Iiann var
staddur á geysimikilli ísey, sem
leynilegur undirstraumur haf-
djúpsins bar suður á bóginn ör-
ara en nörðurfarinn tifaði norður.
Kennimenska, sem liittir á og hag-
nýtir sér þessa líkingu eða aðra
eins, getur með höfðinglegri
vitsku sinni leitt mannssálina að
þeim stóljia, sem hún getur haldið
sér utanum þegar á bjátar. 1 þess-
ari fmsögu felst sú sjieki að marg-
ir, sem þykjast vitrir og ætla sig
vera á leið að takmarki viturlegu,
eru í raun réttri að fara aftur á
bak. Hver, sem vill sannprófa
vöxt sinn og viðgang, getur stung-
ið hendinni í barm sér og þreifað
eftir holdum sálar sinnar og sam-
vitsku.
Æ'tla mætti að höfðingjarnir
andlegu þelkktust af tilburðum
sínum og framkomu, en það In’egst
])ó sífellt, að almenningur átti sig
á þeim.
Nágrönnum höfðingjans verður
oftast skotaskuld úr því, eða þeim
sem samtíða eru stórmenninu.
Spámaður þekkist sjaldan í föð-
urlandi sínu, eða verður viður-
kendur fyrr en búið er að jafna
um hann með steinkasti, eða græn
torfa hefir fengið tóm til að búa
um hann með hæg’ðinni. Sturla