Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 59
HÖFÐINGSHÁTTUR
Þetta er ekki tímavinna að
kveða nm Odd, sem varð 300 ára
gamall, og nam livergi yndi, og
því síðnr “akkorðsvinna” en þó
er það hátíð lijá hinu að sitja mál-
laus ogi þæfa sokka. Meðan Hjálm-
ar fylgir Oddi, gleymir hann fá-
tækt sinni, og í þeirri fylgd nýt-
nr liann anðlegðar sinnar, sem
skáldgáfan og tungan hafa veitt
honum í vöggngjöf. Hann er
liöfðingi yfir orðum, ljóðlínum og
hætti, meðan hann yrkir. Þá
stundina er hann hafinn yfir þá
raun að “níðast lieima.” Hjálm-
ar slæst í för með víðförla mann-
inum, sem völvan ispáði þeim ald-
urtila, að hann myndi bíða bana í
Berurjóðri, af völdum liaussins
af Faxa. Þá var Oddur konung-
ur í Garðaríki og lifði við auð og
völd og’ göfugt gjaforð. Hjálmar
fylgir Oddi norður yfir liafið til
Hrafnistu. Bólu-bóndinn hefur
siglt til Grímseyjar eftir skreið;
hann þekkir bylgjugang og bólstra
stormsins:
“Kiljan meiri klökkum lalóð
klæddi fjalladranga
meðan dreyra-Vignis vóð
vængjuð negluslanga. ”
Þarna er sjórinn kallaður dreyri
Vignis jötuns og skipið höggorm-
ur negiunnar, og ekki bregst
Hjálmari bogalistin, þegar hann
kemur í Berurjóður, sem uppblást-
urinn hefir leikið grátt, svo að
Paxahausinn liggur þar ofanjarð-
ar; sá sem Oddur dysjaði djúpt í
jörð á bernskualdri sínum. Naðra
hrekkur úr þeim haus og bítur
Odd í fótinn, til bana. Þar er
blásna landið þannig málað með
hendi Hjálmars:
“Blómstrið gelda bar ei þrek
bruna móti sólar;
þegar á veldi vindur lék
veinuðu livítir njólar. ”
Vér þekkjum geldneyti, geldfugl,
geldfé, en geldblóm spretta fyrst
eða æpa í kringum Bólu-bóndann.
Og þá er það enginn peðleikur, að
vindurinn leikur á veldi, þ. e. a. s.
á jörðina, þar sem sólbruni hefir
skrælt landið. Þegar Hjálmar
kveður um hvita njóla, sem veina
í Berurjóðri, hefir hann, bak við
cyrað, blásið land fjallkonu, sem
er beinaber og liefir fölar kinnar
yfir visnum brjóstumV)
Það höfðingsmark er á þessum
lýsingum, að þær eru stórskornar
og máttugar og teknar upp við
almannaleið og einstígi liins fá-
gæta mannis. Andi—sefi, sem
“níðist heima” kennir til, þegar
liann minnist sára Fjallkonunnar,
Hann þekkir óvin veðurblíðu og
gróðurs, sem fer og farið hefir
upp, aftur og aftur, herskildi um
haga og tún og eldi hið efra um
*)Dr. Jón porkelsson mælir þessum höfð-
inglegu orðum yfir Hjálmari: “í hinu litla
og lága býli hans brann heitur geðfasti á
arni og afli og þaðan hafði varpað mörg-
um vel þegnum ylgeislum til góðra manna
i samtíð hans, þó að bitmýið, sem hætti
sér ofnærri loganum, kynni stundum að
brenna sig. Flugum er aldrei hent að fara
í ljósið. Og ljós finnst oss nú brenna yfir
býli Hjálmars skálds, er vér rennum þang-
að hugskotsaugum, og frá afli þeim, er þar
er kyndur, munu sindra bjartar síur langt
i aldir fram til komandi kynslóða.” Svo
mælir höfðingi andlegur um höfðingjahug.
pær sálir og þeir andar, sem kynda vita,
sporna við því að þjóðirnar verði niður-
lútar; og það hið sama gera ljósberarnir,
sem deila vita-eldinum.