Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Blaðsíða 60
26
TÍMARIT ÞJÓDRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
afrétt og' afdali og öræfin, sem
fögur eru í fjarska móðu-blámans.
Sagan um Berurjóður, auðnina
þar og' vallgrónar tóftir er sígild
og bendir á ótal stöðvar í hverri
sveit lands vors. Þessvegna er
þessi sögusögn mikilslíáttar, áÖur
en skáldmáttur Hjálmars setur á
liana ættarmót höfðingjans og
margfaldar áhrifin þannig.
Andlegir liöfðingjar bókment-
anna muna þá list og iðka hana,
að setja á hversdagslega atburði
stórskorinn svip. Stundum velja
þeir fágæta atburði úr algengum.
Þeim er og lagin sú list, að sjá
undir yfirborðið, og finna þar
dýrindi, sem algengir menn sjá
alls eng'in. Mér kemur í hug Ste-
phan G. Stephansson í nánd við
öræfaandann:
“Um grenidal við espiás
en engra vegamót ;
við höfum elt um langa leið
úr landi þotið fljót.
Nú þroskast korn í kargaliyl
og kot á broti er reist.
1 landnám fyrsta frumbvlings
sú forná hefir brevtst. ”
Miðlungsmaður myndi ekki sjá
þarna annað en langa dæld. En
skáldið sér farveg fljóts, sem er
farið úr landi. Skáldið reisir upp
frá dauðum þessa forná. Skygni
þess 'Og' orðsnilldin hjálpa til við
þá upprisu. Þetta frumlega mál-
verk orðsnilldar og hugkvæmni.
“Við höfum elt um langa leið, úr
landi þotið fljót” er miklu til-
komumeira en að segja: Við fór-
um lengi eftir lægð, sem virtist
vera forn árfarvegur. Og áhorf-
andi málverksins fellur í stafi yfir
þeirri breytingu, sem orðin er
þarna á öldum aldanna að:
“Nú flokkast hjörð á flúðum þar,
er fiskur áður svam
og bundið tjóðri stendur stóð
þar strengir ruddust fram. ”
Og skáldið fer ennþá víðar og
lengra:
“Er allt að skrælna, í eldsmatinn
til efsta-dóms, eg spur?”
Sumir rýningarmenn halda, að
jörðin muni deyja af þorsta. Sú
mikla spurning vaknar þarna á
þessum undarlegu stöðvum. Þetta
er ækki smásálarbragur, sem
þarna er á ferðinni, heldur andi,
sem lvveður sjálfan sig stóran.
Til þess þarf hann ekki farveg
fornrar elfar, sem er flutt úr
landi. Stundum nægir til þess lít
ill lækur, sem vex af regni og
Þey.
Svo er höfðingjum háttað í and-
ans heimi, að þeir gera mikið úr
litlu—því sem öðrum sýnist og'
virðist vera lítið. En bókmenta
smámennin þekkjast á því, að þau
“tæta lítið upp í minna.” Þegar
höfðingjar þessir falla í valinn,
styður eftirsjáin hönd undir kinn
og segir með sáldinu Sig. Sigurðs-
syni fná Arnarholti:
“Hér féll grein af góðum stofni
grisjaði dauðinn meira en nóg. ”
Þessi orð koma sízt í bága við
orð Konungsskuggsjár, um stofn
og greinar mannvitsins og er ])á
ekki í kot vísað snilldinni.
Ýmsir ungir menn, sem nú
kveða á Islandi, fara vel með mál-
ið, hættina og efni þau, er þeir