Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Side 65
HÖFÐINGSHÁTTUR
31
það með sjálfum sér, að kveldroði
er jafn mikilsháttar og- jafnfagnr
sem morgnnbjarmi.*)
Sá, sem gengiur fram á alþjóða
sjónarsvið, með refsivönd í hönd-
um, á það á liættu, að honum kippi
í Ekynið til böðulsins. En Sverrir
sýndi það er hann vítti ofdrykkju-
mennina að höfðingi getur farið
svo með vöndinn, að engum detti
böðull í hug. Refsiræða getur ver-
ið, enn í dag, liöfðingleg, ef orð-
snilld og heilög gremja liafa rifið
í refsivöndinn ogi búið liann til og’
lagt í hendur manndómi þ.eim, sem
ber fyrir brjósti þjóðarsæmd og
lieill alþjóðar. Þessháttar höfð-
ingi verður að hleypa í brýrnar
og hafa á sér annan svip, en þeg-
ar hann sýnir sig og lætur til sín
heyra á fagnaðarhátíð.
Thomas H. Johnson lilaut þá
vegsemd að koma á fagnaðarhá-
tíð Kanada-þjóðar og mæta þar til
vegs og virðingar norrænum anda.
Og hann talaði af norrænni anda-
gift. — En þá er talað af nor-
rænni andagift, þegar orðavali er
beitt og' stutt talað. Og ef sá
maður er höfðinglegur sýnum, er
svo mælir og hefir þá fylling í
*)paö er dásamleg-t hvað vildarmenn Nor-
rœnunnar komast langt 1 því að hefja
hversdagsefni upp í æðra veldi með höfð-
inglegri málsnilld. Mér kemur I hug frá-
sögn úr Biskupasögum. Húsfreyja eins
merkisbiskups druknaði vofeiflega í stórá
einni, og var frúin mikil búsýslukona á
staðnum. Höfundurinn mælir eftir hana
á þessa leið: “Fjöldi manna saknaði frú-
arinnar sakir hennar margra dýrðlegra
matarráða.” Eg veit eigi til að matarást
hafi komist í listrænan búning þvílikt sem
þarna. Snilld sem getur komið búri í því-
líka hillingu á að visu auðvelti með að
láta dómkirkju bera við himin og ljóma
stafa af þeim, sem fremur þar guðsþjón-
ustu.—Höf.
rómnum að ræða lians heyrist vel
um fjöknenna mannþyrping, þá
hefir hann vakið mikilsverða at-
hygli á þjóð sinni og jafnframt
aflað sjálfum sér orðstírs, sem
ekki verður metinn til fiska.
Það er dýrmætt að vera liöfð-
ingi í ræðustól. Sá maður getur
gert stutta stund jafngilda heilli
öld. Hann gefur alþjóð liátíð.
Þesfíháttar gjafir á tyllidögum
eru næsta fágætar. En þó að það
sé harla dýrmætt, að vera höfð-
ingi í ræðustól, þá er liitt enn
meira að vera svo tilkomumikill í
framgöngu, að ekki þurfi ræðustól
né rödd til þess, að athygli stari
á maiminn, sú, sem þó liefir séð
marga menn og úrvalsgarpa stór-
])jóðanna. Hannes Hafstein
vakti á sér þessháttar athygli á
Bretlandi—ekki á fósturjörð sinni
sem nærri má geta.
Vitrasti konungur á Norður-
löndum annar en Sverrir, Harald-
ur harðráði, lét þau orð falla um
íslenzkan lúskup, að hann hefði
burði til þess að vera þrennt:
hershöfð.ingi, biskup og konungur.
Hannes Hafstein liefði vel getað
verið þetta allt. Þar að auki var
liann ág'ætt skáld og' glæsimenni.
Á íslandi var liann—í herbúðum
and^tæðinga—talinn vera enginn
stjórnmálamaður. 1 Danmörk
þótti han ofjarl ráðherranna, sem
vefði þeim og konunginum um
fingur sér.
Hann kom ár sinni svo fyrir
l)orð í samningum við Dani, að
þau landsréttindi stóðu Islending'-
um til boða og sjálfstæði, að fram-
ar hafði þá aldrei dreymt Jón Sig'-
urðsson og Benedikt Sveinsson,