Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 67
HÖFÐINGSHÁTTUR
33
ÍSumir menn, sem veitast að for-
kólfum þjóÖanna og leggja þá í
einelti, eru meðal manna svo sem
froðukúfur er meðal svana. Þess-
ir menn vita eigi, að þá sjálfa
vantar liöfðingsliáttinn og mann-
clóminn til að vera leiðtogar. Þeir
eru andlega mjóir og langir. Og
gæfuleysið fellur þeim að síðum
eins og Hjálmar segir um lieim-
speking, sem var á liúsgangi.
Hnakkasvip þessara manna bregð- •
ur í kynkvísl Þorbjarnar rindils.
Þeir, sem glæpaist á þessum mönn-
um og trúa beim fyrir að fara
með vandaiiiál alþjóðar, grípa
gjald siitt í eldi, því að aukvisar
þessir reisa aldrei upp frá dauð-
um atvinnuvegd þjóðarinnar. Þeir
geta ekki einu sinni rifið lepp úr
svelli.
Ekki þarf mikla menn til að elta
sáran svan og bana honum. Sú
aðferð reisir enga fjölskyldu á
legg, né lieldur nokkura þjóð.
Sá máttur, sem orkar því að
hefja þjóð frá lágu stigi á hátt,
er höfðingshátturinn í ræðu og
riti, og höfðingsháttur % athöfn.*)
Ef nokkur máttur vinnur bug á
skrílmennskunni, gerir þessi þrí-
eini máttur það nytjuverk. En til
þess þarf að styðja hann með á-
trúnaði, viðurkenningu og aðstoð,
—hylla liann og þjóna honum.
Ef almenningur vildi liylla þenn-
an konung og þjóna honum, væri
þjóðarhamingju borgið og alls-
herjar gæfu.
*)HöfSingshá.ttur I athöfn kemur sjálf-
krafa fram á sjónarsviðið, þegar jarðveg-
urinn er undirbúinn að tilstuðlan höfðings-
huga og tlgulegrar orðspeki. Dæmi, sem
sanna hann, eða sýna, eru auðfundin, en
mundu færa þessa ritgjörð út yfir ákveðin
takmörk.—Höf.