Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 68
Fjara og flóð
Longfellow.
Aldrei kyrrast fjara og flóð,------
Felur húm,—berst tjaldar hljóð.
Um flæðarmál, hjá flúð og hlein,
Ferðamaður ikeppir heim.—
En aldrei kyrrast fjara og> flóð.
Hánótt sveipar hús og lóð,—
Hreim-dimm kalla ölduhljóð.
Ægis fingur æ við land
Afmá spor í tímans sand.—
Því aldrei kyrrast fjara og flóð.—
Morgnar.—Jóa hnegg og hljóð
Hirði fagna’ og morgunsglóð.
Fæðist dagnir. Ferðaver
Flúð og lá ei oftar sér.—
En ekki kyrrast fjara og flóð.
Jónas A. Sfgurðsson.
Ath.: Tjaldur=:fugl.
Flúð, hlein=fjöru-klappir.
J óar—hestar.
Ver (verr)—maður. A. 8.
Brotna þú Ægir
Tennyson.
Brotna þú, Ægir, við björgin,
Beyg þig, við unnarstein, gráð!
Eg vildi að tungan ætti orð
Er ástand mitt fengi tjáð.
En gott á sjómannsins sonur
Með systur að háværum leik;
0g farmaður, fyrst liann syngur
í ferjuimi, þó iiún sé veik.
0g hámöstruð skipin halda
í hlé, um skerja göng. — —
Ó, að mig snerti horfin hönd,
0g lireimur af þögnuðum söng!
Brotna þú, liafaldan háa,
Við liamranna fætur—og dey!
En unaður dáinna daga
Og dásemd—til mín kemur ei!
Jónas A. Sigurðsson.