Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 69
Jón Trausti
Æfi og verJc.
I.
1918—1928; tíu ár eru liðin frá
þessu minnilega ári, er bar Islandi
svo óvenju-margt í s'kauti sínu: ís
og eld, sótt og—sjálfstæði. Eink-
um var haustið örlagaþrungið, þá
geysaði innflúensan, er hremdi
menn liundruðum sam'an, suma í
æsku, aðra í elli og enn aðra í
hlóma lífs, fulla af starfsþrá og
lífslöngmn. 1. desember vann ís-
land viðurkent fullveldi sem sjálf-
stætt ríld, en live mikils það liéf-
ir mist í óunnum verkum afbragðs-
manna, sem sóttin tók mánuði fyr
—það verður aldrei tölum talið.
Einn þessara manna var Guð-
mundur IMagnússon skáld—öðru
nafni Jón Trausti.
Sú var tíð, að margir töldu Jón
Trausta fremstan í flokki skáld-
sagnahöfunda á íslandi. En sú
tíð var löngu liðin 1918. Síðari
ár rithöfundaræfi sinnar átti hann
vísari von liarðra, stundum lítt
rökstuddra sleggjudóma manna,
er skrifuðu með pólitísk gleraugu
á nefinu, og sáu alt skekt og skælt
ef þeir heindu þeim á stjórmnála-
andistæðinga sína. — Og’ nú eru
liðin 10 ár, og furðulítið' liafa
menn minst lians, hann virðist
næstum hafa gleymst, sögnr hans
liggja á hillunni. En það samir
illa að láta þær bækur safna ryki,
svo mikinn fjársjóð geyma þær ís-
lenzkrar menningarsögu, þótt eigi
sé annað, hverjum augnm sem
menn kunna að líta þær frá sjón-
armiði listar og máls.
Og sízt af öllu mættu þeir, er
bera, þjóðerni og þjóðrækni íslend-
inga fyrir brjósti gleyma honum,
honum, sem var þjóðræknin sjálf,
honum, sem hefir tekist það “ sem
engu íslenzku skáldi hefir heppn-
ast, að lýsa heilu bygðarlagi svo,
að lesandinn þykist þekkja þar
nálega hvern mann og hverja bæj-
arleið” (Árni Pálsson). Meðan
nokkur Yestur-íslendingur getur
lesið móðurmál sitt, þá er varla
hægt að benda honum á betri bæk-
ur til að kynnast landi sínu og
þjóð, eins og livorttveg’gja var á
vesturferða-árunum, en einmitt
Heiðarbýlissögur Jóns Trausta.
Úr þeirn jarðvegi eru vesturfar-
arnir sprottnir.
II.
Sá, sem eigi þekkir æsku skálds-
ins Jóns Trausta, fer á mis
við mikinn skilning á verkuin
hans. Það er enginn tilviljun að
hann yrkir ramaukið kvæði til
‘Norðra’ (kvæðabók bls. 76) og
tilþrifasnjalt .kvæði um ‘ Vetur ’ í
fyrstu bók sinni (Heima og er-
lendis bls 29) og skrifar síðan
einhverja hina óhugnaðarfyllstu
lýsingu á íslenzkum víkingsvetri í
bókinni ‘ Þorradægur. ’ Ilann er
fæddur á nyrsta bæ á landinu: Rifi
á Sléttu, einliverri örgustu harð-
indasveit vors óblíða lands. Og
hann er ekki höfðingjum borinn: