Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Page 75
JÓN TRAUSTI
41
alt sorgmætt og þreytt til sjávar og lands
hinn sætasti friöur geymir.
Smalinn er búinn að bæla féS
á bölunum grænum og sléttum.
Lóurnar hallast aö ihraunmosans beS,
og hau'karnir móka á klettum.
Eg veit aS hvert mannsibarn vakir í nótt
á valjgróna lágreista bænum,
og heilIaíS i leiSslu 'þaS Ktur hljótt
til ljósanna norSur á sænum.
Þannig líður bernska skáldsins, á
annann bógánn hörð barátta fyrir
lífinu við fátæfct og æst náttóru-
öfl, á liinn bóginn drauma- og
æfintýralíf, þar sem hugurinn fer
því víðar, sem heimahagarnir eru
þrengri. En tvent ber til þess að
dvalið hefir verið við þetta fyrsta
skeið af æfi skáldsins. Það fyrst,
að telja má víst, að það ráði mestu
um skapgerð hans, því hann er
ma'Öur óhverflyndur, þroskasaga
hans er samfeld og laus %nð stökk.
Hitt er annað, að beztu sögur
skáldsins, Heiðarbýlissögurnar
(og LeysingO eru án efa bygðar á
endumiinningum frá þessum ár-
um, eins og. þegar hefir verið sýnt
fram á að nokkru leyti. Væri fróð-
legt að vita, að hve miklu leyti
hann hefir í sögum þessum lýst
fólki o g atburðum, sem liann
sjálfur þekti, að live miklu leyti
hann hefir notað sögur, sem liann
hefir heyrt í æsku og loks að hve
miklu leyti hann hefir sjálfur
skapað menn sína og atburði. Er
þetta alt órannsakað og ekki á
annara færi en kunnugra.
III.
Þegar eftir fermingu fer Guð-
mundur í vinnumensku og er
vinnumaður í tvö ár þar nyrðra.
En varla munu viðbrigð.in hafa
verið mikil frá því, sem liann átti
að venjast lieima hjá foreldrum
sínum í Kötlu, enda verður ekki
séð af verkum lians, að í vinnu-
menskunni haf.i hann lifað eða
reynt nokkuð það, sem mótað hafi
skap hans, eða numið sér traust
land í minningum lians. Það er
að vísu nóg af vinnufólki í sögum
hans, Halla og Ólafur eru vinnu-
hjú á prestssetrinu, áður þau
flytja í Heiðarbýlið, en það er
langt frá því, að kjör vinnufólks
veki athygli hans og samúð frem-
ur en annað.
En að þessum tveimur árum
liðnum gefur hann ótþrá sinni í
fyrsta sinn lausan taum og ræðst
í annan landsfjórðung til sjávar.
1 leysingum vorið 1891 leggur
liann af stað fótgangandi austur í
Mjóafjörð með aleiguna á bakinu
og gerist þar sjómaður.
Varla getur ólíkari staði en
Melrakka-sléttu og Mjóafjörð.
Annars vegar flatlendi og ásar
með víðfeðmum fjallahring í blá-
um fjarskanum, hinsvegar þröng-
ur fjörður luktur grettum og
skörðóttum háfjöllum. Sjálfur
segist skáldið fyrst hafa konúst í
kynni við fjöllin á Austfjörðum,
og þaðan af var hann fjallgöngu-
maður mikill. Gekk hann fram af
kunningjum sínum í Reykjavílc
fyrst eftir að hann kom þangað,
með þeirri flónsku sinni að vera
að slíta skóm og sokkum á göngu-
ferðum til fjallanna þar í grend.
Og nó kynnist liann sjó og sjó-
mensku. Það er því frá Aust-
fjörðum, sem hann liefir sjó-
mannasögur sínar, þær er hann