Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Qupperneq 90
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
samlög'Su gerði þá ekkert til þó
liann færi í kvöld.
Hann gekk þá til herberg'is síns
uppi á lofti og tók saman í flýti
fatnað og plögg. EaðaÖi hann
þeim niður í hamleðurs töskuna
járnbentu, sem engin ill meðferð
hafði unnið svig á til þessa. Eftir
að hafa komið fatnaði sínum fyrir,
fór hann að moða í bréfa og skjala-
safni sínu í kommóðu-skúffunni
eí stu og tók með sér nokkur bréf
og eigmarbréf sitt fyrir Bakka-
jörðinni, sem átti að verða fram-
tíðarheimili hans, ef vonir hans
rættust, en eignarbréfið ætlaði
hann að fá geymt í öryggis-skáp
í 'Winnipeg. Þegar liann ýtti inn
skúffunni kom rót á aðra bréfa-
hrúgu og sá hann hvar ljósmynd
gægðist fram úr syrpunni. Það
glaðnaði yfir honum og tók hann
myndina, sem var af grannvax-
inni istúlku og gáfulegri, í ferm-
ingarbúningi. Gekk liann þá yfir
að bókaskáp sínum, tók ])aðan ís-
lenzku söngbókina og bar myndina
við og reyndist hún ögn minni um
sig, en spjöldin á kverinu. 1 bók-
inni fékk þá myndin gistingu og
skyldi nú fylg’ja honum á væntan-
legum flækingi og vera honum
brynja og skjöldur. Myndin var
af Sigríði dóttur Sveins og Önnu á
Landi. Nú voru liðin sex ár síðan
hún gaf honum myndina og í sex
ár hafði hahn oft verið á fremsta
hlunni að kaupa ramma um hana
og láta hana iskipa flokk með öðr-
um myndum á herbergis-veggjun-
um, en jafnharðan vikið frá þeirri
hugsun, af hlífð við föður sinn.
“Hvað stendur til, Hanni
minn?” spurði Sigurborg móðir
hans þegar hann gekk inn í eld-
húsið með tösku sína. Svipur henn-
ar sýndi að ótti og kvíði höfðu náð
haldi á huga hennar, en jafn -skjótt
og hún kom til hans og liafði lagt
höndina á öxl honum, náði móður-
ást og meðfæddur kjarkur yfirtök-
unum og’ sveifluðu þeim tilfinning-
um burtu. “Mér sýnist þú ferð-
búinn, en eg hélt þú þyrftir ekki
að fara fyrr en á fimtudag.”
“ Alveg satt, móðir mín,” svar-
aði hann og tók hana í faðm sinn,
“en þiað hefir nú atvikast þannig,
að eg er staðráðinn í að fara með
lestinni í fyrramálið og af því að
Ixún fer -svo snemma ætla eg að
fara til vagnstöðvanna í kvöld. ’ ’
‘ ‘ Það er óvænt og svipleg breyt •
ing þetta,” sagði móðir hans og
horfði í augu honum. “Á faðir
þinn nokkurn þátt í henni?”
‘ ‘Bara óbeinlínis, ” s v a r a ð i
Hannes. “Honum fellur þyngra
en eg gat gert mér grein fyrir, að
vita mig í hernum. Eins og þú veizt
hefir hann frá upphafi stríðs-
ins lagt sig eftir að lesa og hlýða
á ræður allra, sem andmælt hafa
þátt-töku Canada í ófriðnum. Öll
sú mærð kemur frá tveimur jafn-
ólíkum floklaun,—frá einlægum
góðgjörnum friðarins mönnum, á
aðra hlið, ,'enj frá fjandmönnum
Breta og þeirra ‘Samstarfsmönnum
á hina. Á milli þessara kvarnar-
®teina, ef svo má að orði komas-t,
liefir lians eigin skoðun verið mol-
uð og miarg-möluð þangað til ekk-
ert er eftir nerna hratið. Þetta
skildi eg ekki til hlítar fyr en nú.
Og svo bætti það nú ekki úr, að
eg lét í engu af mínum skoðunum,
lækkaði ekki segl mín um þumlun-g,