Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Qupperneq 92
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
tófcst honum þó að sefa ]iær og
festa í rásinni, með því að líta í
svip yfir farinn veg, frá því að
hann fyrst mundi eftir sér. Hann
var átta ára þegar foreldrar lians
flnttu vestur um haf frá Holti og
kumxi því 'fáu að lýsa, heima á Is-
landi. Eins og í þoku sá hann
grisja fyrir Holta-túninu og bæj-
arliúsunum með fjórum livössum
burstum, er vissu fram á lilaðið og
sneru mót sól og suðri, en það
mundi hann af því, að hvað hátt,
sem sól annars var á lofti, og hvað
lengi sem svangur drengur var bú-
inn að bíða eftir miðdagsmatnum,
þá kom hádegið aldrei fyrri en sól-
argeislarnir strokuðu sig inn um
bæjardyrnar og svo langt sem þeir
komust inn eftir giöngTinum. Bezt
mundi hann eftir sauðahjörð sinni,
völunum sem hann átti í m'argra
tug’a tali og lék sér að öllum istund-
um. Týndar voru nú völurnar
fyrir löngu, en gleymdar voru þær
ekki.
Ferðin endalausa frá Holti til
Winnipeg, var svo hulin í þoku,
að híann mundi helzt eftir því að
þá hefði sér liðið ver en nokkru
sinni fyr eða síðar. En glögga
mynd átti hann í liugskoti sínu
af árunum fjórum í Winnipeg.
Þau voru skemtilegustu og til-
breytingamestu árin, sem hann
hafði lifað og lionum var nautn í
að hugsa um þau. Fáum dögum
eftir að þangað kom fékk liann að
‘ ‘ ganga í skóla, ’ ’ og af öllum skóla-
dögunum var honum fyrsti skóla-
dagurinn minnisstæðastur. Hann
kunni auðvitað efcki stakt orð í
ensku, og engin von til þess, en
honum fanst jafnframt sjálfsagt,
að kennarinn, þessi undur-fagra og
prúðbúna unga stúlka, gæti talað
við sig á íslenzku. En sú vissa hans
kollvarpaðist sviplega. Húnkunni
jafnmikið í íslenzku og hann í
ensku—ekki eitt orð. Iivernig
átti hún þá að kenna honum? Það
vissi hann ekki, en einhvern veginn
tókst henni það nú samt, og það
svo vel, að á næstu jólum var bann
hæstur í sínum bekk.
Að vornóttum fjórða skólaárs-
ins taldi liann sér víst að komast
úr barnaskólanum og byrja nám
í æðri-skóla deild með haustinu.
Og svo var framisóknarhugurimi
mikill, að þótt hann væri bara tólf
ára var liann farinn að dreyma um
háskólanám. En af því gat ekki
orðið. Honum voru ætluð önnur
störf. Faðir hans festi ekki yndi
í borginni og tilfinningar hans
leyfðu honum ekki nð vera annara
þjónn,—dautt verkfæri í höndum
hvaða þjösna sem hann kynni að
fá fyrir yfirmann, en þar sá hann
engra annara úrfcosta von fyrir
isig. Fyrir tilviljun frétti hann að
brunnið liefði íbúðarhús og flestir
innan-húss munir efnalítilla aldr-
aðra hjóna norður í Fljótsbygð,
sem þá höfðu flúið á náðir frænd-
fólks síns í Selkirk, og vildu nú
seljia jörðina. Hann fór þá strax
til fundar við eigandann og frétti
að “landið” fékst fyrir fimm
hundruð dali ‘ ‘ út í hönd.” Hélt
hann þá áfram ferðinni norður
til þess að skoða. sig um. Honum
leizt bæði vel á liygðina og býlið.
Kaupin voru gerð og mánuði fyrir
skóla-lok varð Hannes að yfirgefa
námið, ogi fylgja foreldrum sínum