Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1928, Síða 102
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉRAGS ISLENDINGA
68
g'at komiS upp orði lirópaði hann:
“Anna mín! Sigga er komin!”
Móðir og dóttir tóku jafnsnemma
til fótanna og mættust á miðju
gólfi í setustofunni. E'ins og geta
má nærri, eftir nær sex mánaða
fjarveru, ifuku spurningarnar ör-
ar en skæða-drífa í norðvestan
roki.
Fyrsta spurning Sigríðar var
um fréttir frá Hannesi. Höfðu
]>au lieyrt frá honum nýlega? Jú,
þau voru nýbúin að fá bréf frá
honum, “og þvílíkt þó hréf,”
sag'ði Sveinn, “bara ómerkilegt
spjald og á það hafði Hannes rit-
að: “Einhversstaðar á Frakk-
landi. . . . Mér líður vel.”
Sigríður kannaðist við svona
hréf, hafði séð þau svo mörg, og'
eitt frá Hannesi um sama leyti og
iþau fengu sitt. Við þetta yrðu
menn að sætta sig,—vera ánægðir
á meðan orðin: “Mér líður vel,”
stæðu á spjaldinu. Við betra væri
ekki að búast á meðan armlangir
óvinir væru viðbúnir að liremma
pósttöskurnar, hæði á sjó og landi,
og svo bætti liún við: ‘ ‘ Eg held
þið hafið bæði spurt mig, hví eg
hefði ekki skrifað ykkur um komu
mína? Því er auðsvarað. Eg' er
ráðin til hjúkrunarstarfa á Eng-
landi eða í grend við vígsvæðin.
Eins og hermennirnir eru hjúkr-
unarkonurnar skyldar að fara þeg-
ar “kallið kemur,” eftir að þær
liafa verið ráðnar. Því á níunda
degi héðan á eg að s.ig;la frá Mon-
treal.”
Foreldrar hennar sátu agndofa
'Cg störðu á hana, e,ins og hefðu
þau ekki heyrt eða ekki skilið orð
hennar. Vék hún þá orðum að
því aftur, og' bað þau að láta þetta
ekki fá á sig. Hún yrði í engri
hættu og óttaðist í rauninni öllu
fremur, að liún fengi aldrei að
ifara lengra en til Englands, en
mikið langaði sig til að koma ‘ ‘ yfir
sundið. ’ ’
Alt í einu vatt liún svo talinu að
Brennigerðisfólkinu, um líðan þess
og hvert Palli væri farinn til
námsins. Já, Palli var nýfarinn.
Jakob hafði lagst hastarlega í
september, og' um tíma verið hætt
kominn,—fengið snert af lungna-
bólgu. Því hafði Palli dregið að
fara þangað til 'faðir hans var úr
allri 'hættu. Nú væri þar piltur í
vinnumensku og gegndi öllum
útiverkum. Jakob var óðum að
ná sér, enda gat hann nú verið á-
liyggjulaus og- haldiÖ sig inni að
mestu. Sigurborg- var sami full-
iiuginn og áður, hress og glöð á
hverju sem gekk, og altaf á ferð
Og’ flugi.
“Eg ætla að skreppa þangað í
fyrramáliÖ, til þess að heilsa
þeim, og—laæðja þau,” sagði þá
SigríSur. Foreldrar hennar tóku
vel í það, sögðu að Sigurborgu að
minsta kosti mundi þykja vænt
um að sjá liana. “Hafið þið sézt
síðan eg' fór að heiman?” spurði
Sigríður, og' kvað móðir hennar
já við því, sagði að faðir hennar
og liún liefðu verið þar af og til
á meðan óráð var á Jakobi og vaka
þurfti yfir lionum.
“Það var ykkur líkast,” sagði
Sigríður og kysti þau.
Morguninn eftir varð Sigurborg
í Bremiigerði meir en lítið liissa,
þegar Sigríður á Landi gekk óboð-
in inn í eldliúsið. “Eg hefi gam-